Innlent

Jón Gnarr segir ísbjarnardrápið vera sorglegt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ísbjörninn var felldur í dag og fluttur til Reykjavíkur. Mynd/ Anton Brink.
Ísbjörninn var felldur í dag og fluttur til Reykjavíkur. Mynd/ Anton Brink.
Jón Gnarr borgarstjóri segir ísbjarnardrápið á Hornströndum í dag vera sorglegt. Eins og fram hefur komið var björninn sem sást við Hælavík felldur um miðjan dag í dag. Um var að ræða ungt dýr.

„Sem dýraverndunarsinna finnst mér sorglegt að þetta skuli ennþá vera okkar eina úrræði þegar ísbirnir ganga á land. Besti flokkurinn hefur opnað söfnunarsíðu með það að markmiði að safna peningum svo hægt verði að útbúa athvarf fyrir ísbirni sem hrekjast hingað," segir Jón Gnarr.

Hugmyndin er að birnirnir geti safnað kröftum í athvarfinu svo hægt sé að flytja þá aftur til sinna náttúrulegu heimkynna. Slóðin er reykjavikpolarbearproject.org.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×