Viðskipti innlent

Jón Ólafsson kaupir níu vatnsverksmiðjur í Kína

Jón Ólafsson.
Jón Ólafsson.
Jón Ólafsson hefur keypt kínverska fyrirtækið China Water & drinks sem samanstendur af níu fyrirtækjum. Fyrirtækin starfa í austur og suðaustur Kína. Meðal annars í Hong Kong, Sjanghæ, Guangzhou og Xian

Fyrirtækið var áður í eigu Heckmann fyrirtækisins.

Rúmlega þúsund manns starfa hjá fyrirtækjunum og framleiðslugeta fyrirtækjanna eru 1,3 milljarður flaskna á ári.

Fyrirtæki Jóns, Icelandic Water Holdings ehf., var stofnað í apríl 2004 og er staðsett í Ölfusi. Félagið er í eigu Jóns Ólafssonar, Kristjáns Ólafssonar og Anaheuser-Busch.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×