Jussanam fær varanlegt dvalarleyfi: "Sigur fyrir konur" 17. maí 2011 15:20 Jussanam er himinlifandi yfir nýfengnu dvalarleyfi. „Ég er mjög glöð," segir brasilíska söngkonan Jussanam Da Silva, sem hefur fengið varanlegt dvalarleyfi hér á landi. Innanríkisráðuneytið veitti henni dvalarleyfið í gær og byggði ákvörðun sína á sterkum tengslum hennar við land og þjóð samkvæmt fréttastofu RÚV. Það var Vísir sem greindi fyrst frá neyð Jussanam. Hún hafði unnið í tvö ár á frístundarheimilinu Hlíðaskjóli og var þegar búin að gera starfssamning um að vinna í ár til viðbótar á heimilinu þegar Vinnumálastofnun hafnaði samningnum. Ástæðan var sú að Jussanam var á þeim tíma nýskilin við eiginmanninn sinn. Fengust þær skýringar í kjölfarið að atvinnuleysið á Íslandi væri það hátt að einstaklingar af EES svæðinu gengu fyrir. Þar af leiðandi fékk hún samninginn ekki samþykktan. Jussanam hefur getið sér gott orð hér landi meðal annars fyrir sönghæfileika sína. Hún hefur sungið með helstu djasstónlistarmönnum Íslands, meðal annars Tómasi R. Einarssyni og píanóleikaranum Agnari Má Magnússyni. Þá gaf hún út tónlistardiskinn Ela é Carioca hér á landi árið 2009. „Ég held að þetta hafi verið sigur fólksins sem studdi mig og ekki síður fyrir konur," segir Jussanam sem hefur sótt um ríkisborgararétt hér á landi en afgreiðsla þess máls er á könnu allsherjarnefndar Alþingis. Jussanam er vongóð um að fá ríkisborgararétt á sömu forsendum og hún fékk dvalarleyfið enda hefur hún afar sterk tengsl við land og þjóð eftir að hafa verið búsett hér á landi í allnokkur ár ásamt dóttur sinni. Jussanam hefur ekki geta unnið síðan hún var svipt dvalarleyfi hér á landi vegna lögskilnaðarins. Hún segir þó við fréttamann Vísis að hún hafi fengið þau svör að hún geti snúið aftur til starfa á næstunni. Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
„Ég er mjög glöð," segir brasilíska söngkonan Jussanam Da Silva, sem hefur fengið varanlegt dvalarleyfi hér á landi. Innanríkisráðuneytið veitti henni dvalarleyfið í gær og byggði ákvörðun sína á sterkum tengslum hennar við land og þjóð samkvæmt fréttastofu RÚV. Það var Vísir sem greindi fyrst frá neyð Jussanam. Hún hafði unnið í tvö ár á frístundarheimilinu Hlíðaskjóli og var þegar búin að gera starfssamning um að vinna í ár til viðbótar á heimilinu þegar Vinnumálastofnun hafnaði samningnum. Ástæðan var sú að Jussanam var á þeim tíma nýskilin við eiginmanninn sinn. Fengust þær skýringar í kjölfarið að atvinnuleysið á Íslandi væri það hátt að einstaklingar af EES svæðinu gengu fyrir. Þar af leiðandi fékk hún samninginn ekki samþykktan. Jussanam hefur getið sér gott orð hér landi meðal annars fyrir sönghæfileika sína. Hún hefur sungið með helstu djasstónlistarmönnum Íslands, meðal annars Tómasi R. Einarssyni og píanóleikaranum Agnari Má Magnússyni. Þá gaf hún út tónlistardiskinn Ela é Carioca hér á landi árið 2009. „Ég held að þetta hafi verið sigur fólksins sem studdi mig og ekki síður fyrir konur," segir Jussanam sem hefur sótt um ríkisborgararétt hér á landi en afgreiðsla þess máls er á könnu allsherjarnefndar Alþingis. Jussanam er vongóð um að fá ríkisborgararétt á sömu forsendum og hún fékk dvalarleyfið enda hefur hún afar sterk tengsl við land og þjóð eftir að hafa verið búsett hér á landi í allnokkur ár ásamt dóttur sinni. Jussanam hefur ekki geta unnið síðan hún var svipt dvalarleyfi hér á landi vegna lögskilnaðarins. Hún segir þó við fréttamann Vísis að hún hafi fengið þau svör að hún geti snúið aftur til starfa á næstunni.
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira