Kabbalah kemur til Íslands 7. apríl 2011 10:30 Hermann Ingi Hermannsson hyggst opna Kabbalah-miðstöð í sumar. Hann segist ekki njóta neins fjárstyrks frá alþjóðasamtökunum en hafa gott aðgengi að kennurum og kennsluefni. Fréttablaðið/Valli „Við stefnum á að opna miðstöð í Reykjavík í sumar,“ segir Hermann Ingi Hermannsson, einn forsvarsmanna Kabbalah-samtakanna á Íslandi. Hermann hefur stofnað fyrirtæki í kringum Kabbalah, þessa þekktu og umdeildu dulhyggjustefnu sem notið hefur mikilla vinsælda meðal stórstjarna í Bandaríkjunum og víðar. „Ég byrjaði að stúdera þetta 2007,“ segir Hermann sem byrjaði strax það ár að vera með námskeið fyrir áhugasama. Hann flutti hins vegar skömmu seinna suður með sjó og segir að þá hafi eiginlegt starf dottið niður, fáir sýndu því áhuga að keyra alla leið út í Garð til að sækja námskeið um Kabbalah. „Nú er ég hins vegar að flytja aftur í bæinn og við erum bara að leita að húsnæði undir miðstöðina okkar. Þau mál ættu að skýrast á næstunni og þá kemst starfið aftur af stað,“ útskýrir Hermann og bætir því við að fjöldi Íslendinga hafi mikinn áhuga á þessum fræðum. Hann sé til að mynda með fleiri hundruð á póstlista hjá sér sem fylgist grannt með gangi mála. Hermann segir megintilganginn með Kabbalah á Íslandi vera að gera þessi fræði aðgengileg. Hann tekur skýrt fram að Kabbalah sé ekki trúarbrögð í orðsins fyllstu merkingu. „Kabbalah er heimspekileg vísindi og tæknifræði sálarinnar. Kabbalah leggur mikla áherslu á dýpri skilning í hinum andlega heimi, hvaða lögmál eru í umhverfinu í kringum okkur og hvernig við getum forðast þau.“ Hermann hefur sjálfur sótt námskeið í Kabbalah og fór meðal annars til Miami og sótti þar Pesach-hátíðina sem er ein stærsta Kabbalah-samkoma heims. „Það var auðvitað mikil upplifun út af fyrir sig, því meðal fylgismanna Kabbalah eru auðvitað margar stjörnur eins og Madonna,“ útskýrir Hermann sem segist þó ekki njóta fjárstyrks frá alþjóðasamtökum Kabbalah. „Ég hef verið í góðu sambandi við þá síðan 2007 og hef fullan aðgang að kennurum þar. Við erum samt ekkert undir þá komnir en þeir eru góðir vinir okkar.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira
„Við stefnum á að opna miðstöð í Reykjavík í sumar,“ segir Hermann Ingi Hermannsson, einn forsvarsmanna Kabbalah-samtakanna á Íslandi. Hermann hefur stofnað fyrirtæki í kringum Kabbalah, þessa þekktu og umdeildu dulhyggjustefnu sem notið hefur mikilla vinsælda meðal stórstjarna í Bandaríkjunum og víðar. „Ég byrjaði að stúdera þetta 2007,“ segir Hermann sem byrjaði strax það ár að vera með námskeið fyrir áhugasama. Hann flutti hins vegar skömmu seinna suður með sjó og segir að þá hafi eiginlegt starf dottið niður, fáir sýndu því áhuga að keyra alla leið út í Garð til að sækja námskeið um Kabbalah. „Nú er ég hins vegar að flytja aftur í bæinn og við erum bara að leita að húsnæði undir miðstöðina okkar. Þau mál ættu að skýrast á næstunni og þá kemst starfið aftur af stað,“ útskýrir Hermann og bætir því við að fjöldi Íslendinga hafi mikinn áhuga á þessum fræðum. Hann sé til að mynda með fleiri hundruð á póstlista hjá sér sem fylgist grannt með gangi mála. Hermann segir megintilganginn með Kabbalah á Íslandi vera að gera þessi fræði aðgengileg. Hann tekur skýrt fram að Kabbalah sé ekki trúarbrögð í orðsins fyllstu merkingu. „Kabbalah er heimspekileg vísindi og tæknifræði sálarinnar. Kabbalah leggur mikla áherslu á dýpri skilning í hinum andlega heimi, hvaða lögmál eru í umhverfinu í kringum okkur og hvernig við getum forðast þau.“ Hermann hefur sjálfur sótt námskeið í Kabbalah og fór meðal annars til Miami og sótti þar Pesach-hátíðina sem er ein stærsta Kabbalah-samkoma heims. „Það var auðvitað mikil upplifun út af fyrir sig, því meðal fylgismanna Kabbalah eru auðvitað margar stjörnur eins og Madonna,“ útskýrir Hermann sem segist þó ekki njóta fjárstyrks frá alþjóðasamtökum Kabbalah. „Ég hef verið í góðu sambandi við þá síðan 2007 og hef fullan aðgang að kennurum þar. Við erum samt ekkert undir þá komnir en þeir eru góðir vinir okkar.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira