Innlent

Kæra ákvörðun borgarráðs um sambýli

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Í Austurbrún 6 á að byggja á sambýli sem verður heimili fyrir sex fjölfatlaða einstaklinga.
Í Austurbrún 6 á að byggja á sambýli sem verður heimili fyrir sex fjölfatlaða einstaklinga. Fréttablaðið/Valli
„Krefjumst við þess að ákvörðun þessi verði felld úr gildi,“ segir í bréfi eigenda Austurbrúnar 14 sem kært hafa ákvörðun borgarráðs um byggingu sambýlis fyrir fjölfatlaða við Austurbrún 6.

Fjölmargir nágrannar hins fyrirhugaða sambýlis mótmæltu byggingunni á meðan málið var til skoðunar hjá skipulagsyfirvöldum borgarinnar. Í kærunni er vísað til athugasemda sem áður hafa fram komið. Þær snerust meðal annars um að breytingin væri ólögmæt, verið væri að raska grónu hverfi og að verðmæti eigna núverandi íbúa myndi minnka.

Í umsögn borgarinnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er rökum kærendanna öllum hafnað. Húseigendur í þéttbýli geti alltaf átt von á að breytingar verði sem skerði þeirra hagsmuni að einhverju leyti. Nýta eigi lóð sem sé vannýtt.

„Með þessum fyrirætlunum er verið að höfða til almennra hagsmuna en ekki sérhagsmuna,“ segir í umsögninni frá borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×