Innlent

Kæra borgina vegna ákvörðunar um trúmál

LVP skrifar
Sóknarnefnd Grafarvogskirkju vill að reglur Reykjavíkurborgar, sem banna trúar- og lífsskoðunarfélögum að stunda starfsemi sína innan leik og grunnskóla, verði felldar úr gildi en nefndin ætlar að leggja fram stjórnsýslukæru vegna málsins.

Reykjavíkurborg samþykkti fyrr í mánuðinum reglur sem kveða meðal annars á um að trúar- og lífsskoðunarfélög skuli ekki stunda starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla í borginni, né heldur á starfstíma fríustundaheimila. Þetta á við um allar heimsóknir í trúarlegum tilgangi.

Sóknanefnd Grafarvogskirkju undirbýr nú stjórnsýslukæru vegna málsins. Björn Erlingsson, sóknarnefndarmaður í Grafarvogskirkju, segir að kæra eigi það að þessar reglur skuli setta á og fá úr því skorið hvort þær standist lög.

Hann segir nýju reglurnar leggjast illa í fólk í sókninni. ,, Þær ganga fram af fólki. Fólki hér í sókninni lýst mjög illa á þetta. Það eru upp undir 9 af hverjum 10 börnum meðlimir í þjóðkirkjunni. Þjónum hennar er ýtt út úr skólastarfinu og bænahald er illa liðið. Það er hlutverk grunnskóla, samkvæmt grunnskólalögum, að undirbúa börn undir lífið og þátttöku í íslensku samfélagi og þar með talið er trúarlíf og trúariðkun".

Sóknarnefndin ætlar að leita eftir samstarfi við aðrar sóknir vegna kærunnar sem hann telur að standist ekki lög. ,, Við teljum að það séu meinbugir á þessum reglum borgarráðs að þær standi ekki grunnskólalög eða barnasáttmálann til þess að gera. Þá séu þær þess eðlis að það þurfi bara að fá úr því skorið hvort þær standist það og það sé menntamála- eða innanríkisráðuneytisins að gera það".



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×