Kæra sig ekki um meira sýndarsamráð Óli Kristján Ármannsson skrifar 16. apríl 2016 07:00 Núna er kerfið þannig að þeir sem ekki geta unnið fulla vinnu sökum skertrar starfsgetu geta sótt um örorkulífeyri hjá Tryggingastofnun. vísir/Pjetur Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) tekur ekki þátt í vinnu við gerð nýs frumvarps um endurskoðun almannatryggingakerfisins þrátt fyrir boð ráðherra þar um. „Það hvarflar ekki að okkur að taka þátt í frumvarpsvinnu sem við getum ekki skrifað undir mannréttinda vegna. Við getum ekki boðið fólki upp á svona kerfi,“ segir Ellen Calmon, formaður ÖBÍ. Meirihluti nefndar um endurskoðun almannatryggingakerfisins skilaði skýrslu sinni til Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, 1. mars síðastliðinn. Fulltrúar minnihlutans og ÖBÍ skiluðu sér áliti.Ellen Calmon, formaður ÖBÍEllen segir vinnu hafna við gerð frumvarps sem byggi á niðurstöðum meirihlutans og ÖBÍ hafi verið boðið að taka þátt. „Við eigum að sitja þarna með sama fólkinu og við höfum setið með í nefnd í tvö og hálft ár.“ Allan þann tíma hafi ÖBÍ ekki komið neinni af sínum tillögum fram þrátt fyrir að hafa lagt til ítarlega skýrslu þar um. Skýrslan ber heitið „Virkt samfélag“ og var kynnt fyrir um ári síðan en þar koma fram þær helstu breytingar sem gera þyrfti á almannatryggingakerfinu samhliða því að horfið yrði frá örorkumatskerfi yfir í kerfi sem byggi á starfsgetumati. „Nú á sama fólk og sat í nefndinni að skrifa frumvarpið, nema nú er stjórnarandstöðunni ekki boðið að taka þátt,“ segir Ellen. ÖBÍ er boðið upp á að sitja ein í hópi sem lokað hafi eyrunum fyrir tillögum samtakanna í tvö og hálft ár. Þeim hjá ÖBÍ sé misboðið að ekkert mark hafi verið tekið á faglega unnum tillögum heildarsamtaka fatlaðs fólks og örorkulífeyrisþega, með 41 aðildarfélag og 30 þúsund manns undir. „Þetta er sýndarsamráð. Það er ekki hægt að sjá eða finna á félagsmálaráðherra að hún hafi nokkurn tímann ætlað að hlusta á okkar tillögur.“ ÖBÍ gerir fjölda athugasemda við tillögur meirihlutans. Þar á meðal eru gagnrýndar auknar skerðingar á þann hóp fólks sem hafi minnsta starfsgetu. „Við getum ekki sætt okkur við að festa eigi fátækasta fólkið í fátæktargildru og ekki veita þeim neina möguleika á að afla sér aukatekna.“ Þá verði, samkvæmt tillögum meirihluta nefndarinnar, ekkert þak sett á þær tekjur sem fólk með 50 prósenta starfsgetumat megi vinna sér inn. „Þú getur verið með 800 þúsund krónur á mánuði og færð samt borguð 50 prósent frá Tryggingastofnun. Þetta er algjörlega galin hugmynd,“ segir Ellen. Í fyrsta lagi eigi almannatryggingar ekki að þurfa að greiða til fólks með rífandi tekjur og í öðru lagi sé vandséð hvernig haga eigi eftirliti með þessum málum. „Það er algjörlega órætt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) tekur ekki þátt í vinnu við gerð nýs frumvarps um endurskoðun almannatryggingakerfisins þrátt fyrir boð ráðherra þar um. „Það hvarflar ekki að okkur að taka þátt í frumvarpsvinnu sem við getum ekki skrifað undir mannréttinda vegna. Við getum ekki boðið fólki upp á svona kerfi,“ segir Ellen Calmon, formaður ÖBÍ. Meirihluti nefndar um endurskoðun almannatryggingakerfisins skilaði skýrslu sinni til Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, 1. mars síðastliðinn. Fulltrúar minnihlutans og ÖBÍ skiluðu sér áliti.Ellen Calmon, formaður ÖBÍEllen segir vinnu hafna við gerð frumvarps sem byggi á niðurstöðum meirihlutans og ÖBÍ hafi verið boðið að taka þátt. „Við eigum að sitja þarna með sama fólkinu og við höfum setið með í nefnd í tvö og hálft ár.“ Allan þann tíma hafi ÖBÍ ekki komið neinni af sínum tillögum fram þrátt fyrir að hafa lagt til ítarlega skýrslu þar um. Skýrslan ber heitið „Virkt samfélag“ og var kynnt fyrir um ári síðan en þar koma fram þær helstu breytingar sem gera þyrfti á almannatryggingakerfinu samhliða því að horfið yrði frá örorkumatskerfi yfir í kerfi sem byggi á starfsgetumati. „Nú á sama fólk og sat í nefndinni að skrifa frumvarpið, nema nú er stjórnarandstöðunni ekki boðið að taka þátt,“ segir Ellen. ÖBÍ er boðið upp á að sitja ein í hópi sem lokað hafi eyrunum fyrir tillögum samtakanna í tvö og hálft ár. Þeim hjá ÖBÍ sé misboðið að ekkert mark hafi verið tekið á faglega unnum tillögum heildarsamtaka fatlaðs fólks og örorkulífeyrisþega, með 41 aðildarfélag og 30 þúsund manns undir. „Þetta er sýndarsamráð. Það er ekki hægt að sjá eða finna á félagsmálaráðherra að hún hafi nokkurn tímann ætlað að hlusta á okkar tillögur.“ ÖBÍ gerir fjölda athugasemda við tillögur meirihlutans. Þar á meðal eru gagnrýndar auknar skerðingar á þann hóp fólks sem hafi minnsta starfsgetu. „Við getum ekki sætt okkur við að festa eigi fátækasta fólkið í fátæktargildru og ekki veita þeim neina möguleika á að afla sér aukatekna.“ Þá verði, samkvæmt tillögum meirihluta nefndarinnar, ekkert þak sett á þær tekjur sem fólk með 50 prósenta starfsgetumat megi vinna sér inn. „Þú getur verið með 800 þúsund krónur á mánuði og færð samt borguð 50 prósent frá Tryggingastofnun. Þetta er algjörlega galin hugmynd,“ segir Ellen. Í fyrsta lagi eigi almannatryggingar ekki að þurfa að greiða til fólks með rífandi tekjur og í öðru lagi sé vandséð hvernig haga eigi eftirliti með þessum málum. „Það er algjörlega órætt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira