Kæra utankjörfundarkosningar til Hæstaréttar Sæunn Gísladóttir skrifar 23. júní 2016 14:39 Kærendur eru Bjarni V. Bergmann, Þórólfur Dagsson og Björn Leví Gunnarsson. Vísir/Stefán Utankjörfundarkosning í forsetakosningum 2016 hefur verið kærð til Hæstaréttar Íslands. Kærendur eru Bjarni V. Bergmann, Þórólfur Dagsson og Björn Leví Gunnarsson. Kæran beinist nánar tiltekið að þeim hluta utankjörfundaratkvæðagreiðslu sem fór fram á tímabilinu frá 30. apríl 2016 fram til 25. maí 2016 eða þegar innanríkisráðuneytið auglýsti hverjir væru löglegir frambjóðendur til kjörs forseta Íslands, segir í tilkynningu. Kæran byggist á því að það hafi ekki samræmst ákvæðum laga nr. 36/1945 um framboð og kjör forseta Íslands að hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu áður en upplýsingar lágu fyrir um hvaða einstaklingar hefðu skilað inn löglegu framboði. Samkvæmt 6. gr. laganna skal kjósandi, er greiðir atkvæði utan kjörfundar, rita á kjörseðilinn fullt nafn þess frambjóðanda, er hann vill kjósa af þeim, sem í kjöri eru. Listi yfir nöfn löglegra frambjóðenda var ekki birtur fyrr en 25. maí og er því ljóst að fyrir þann tíma var útilokað að fullnægja þessum áskilnaði laganna, þar sem fyrir þann tíma voru engir frambjóðendur löglega fram komnir. Er þess því krafist í kærunni að sá hluti utankjörfundarkosningarinnar sem fór fram áður en nöfn frambjóðenda lágu fyrir, verði felldur úr gildi. Kærendur telja það vera afar mikilvægt fyrir kjósendur að geta tekið upplýsta ákvörðun um hvernig þeir ráðstafa atkvæðum sínum á grundvelli traustra og lögmætra upplýsinga um hverjir séu raunverulegir og löglegir frambjóðendur í kosningunum, segir í tilkynningu. Annars sé hætta á því að kjósendur greiði atkvæði á grundvelli takmarkaðra og óljósra upplýsinga, og greiði jafnvel atkvæði með aðilum sem komi svo í ljós að séu alls ekki í framboði þegar listi yfir nöfn löglegra frambjóðenda er birtur opinberlega. Jafnframt telja kærendur að frambjóðendur hafi mikilvæga hagsmuni af því að kosningarnar hefjist ekki fyrr en opinberlega hefur verið tilkynnt um framboð þeirra. Það sé grundvallarforsenda þess að allir frambjóðendur standi jafnfætis frá upphafi kosningabaráttu sinnar, til að mynda svo þeim sé öllum tryggt jafnræði í umfjöllun fjölmiðla um kosningabaráttuna, í samræmi við ákvæði fjölmiðlalaga og laga um ríkisútvarpið. Kærendur vekja athygli á því að kæran tekur í sama streng og athugasemdir í skýrslum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, um kosningar til Alþingis 2009 og 2013. Í báðum tilvikum taldi stofnunin það gagnrýnivert að utankjörfundaratkvæðagreiðsla væri hafin áður en upplýsingar um framboðslista lægju fyrir, og lagði til að umrædd lög yrðu tekin til endurskoðunar og samræmingar. Kærendur eru sama sinnis og hvetja íslensk stjórnvöld til þess að taka mark á þessum ábendingum stofnunarinnar. Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Utankjörfundarkosning í forsetakosningum 2016 hefur verið kærð til Hæstaréttar Íslands. Kærendur eru Bjarni V. Bergmann, Þórólfur Dagsson og Björn Leví Gunnarsson. Kæran beinist nánar tiltekið að þeim hluta utankjörfundaratkvæðagreiðslu sem fór fram á tímabilinu frá 30. apríl 2016 fram til 25. maí 2016 eða þegar innanríkisráðuneytið auglýsti hverjir væru löglegir frambjóðendur til kjörs forseta Íslands, segir í tilkynningu. Kæran byggist á því að það hafi ekki samræmst ákvæðum laga nr. 36/1945 um framboð og kjör forseta Íslands að hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu áður en upplýsingar lágu fyrir um hvaða einstaklingar hefðu skilað inn löglegu framboði. Samkvæmt 6. gr. laganna skal kjósandi, er greiðir atkvæði utan kjörfundar, rita á kjörseðilinn fullt nafn þess frambjóðanda, er hann vill kjósa af þeim, sem í kjöri eru. Listi yfir nöfn löglegra frambjóðenda var ekki birtur fyrr en 25. maí og er því ljóst að fyrir þann tíma var útilokað að fullnægja þessum áskilnaði laganna, þar sem fyrir þann tíma voru engir frambjóðendur löglega fram komnir. Er þess því krafist í kærunni að sá hluti utankjörfundarkosningarinnar sem fór fram áður en nöfn frambjóðenda lágu fyrir, verði felldur úr gildi. Kærendur telja það vera afar mikilvægt fyrir kjósendur að geta tekið upplýsta ákvörðun um hvernig þeir ráðstafa atkvæðum sínum á grundvelli traustra og lögmætra upplýsinga um hverjir séu raunverulegir og löglegir frambjóðendur í kosningunum, segir í tilkynningu. Annars sé hætta á því að kjósendur greiði atkvæði á grundvelli takmarkaðra og óljósra upplýsinga, og greiði jafnvel atkvæði með aðilum sem komi svo í ljós að séu alls ekki í framboði þegar listi yfir nöfn löglegra frambjóðenda er birtur opinberlega. Jafnframt telja kærendur að frambjóðendur hafi mikilvæga hagsmuni af því að kosningarnar hefjist ekki fyrr en opinberlega hefur verið tilkynnt um framboð þeirra. Það sé grundvallarforsenda þess að allir frambjóðendur standi jafnfætis frá upphafi kosningabaráttu sinnar, til að mynda svo þeim sé öllum tryggt jafnræði í umfjöllun fjölmiðla um kosningabaráttuna, í samræmi við ákvæði fjölmiðlalaga og laga um ríkisútvarpið. Kærendur vekja athygli á því að kæran tekur í sama streng og athugasemdir í skýrslum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, um kosningar til Alþingis 2009 og 2013. Í báðum tilvikum taldi stofnunin það gagnrýnivert að utankjörfundaratkvæðagreiðsla væri hafin áður en upplýsingar um framboðslista lægju fyrir, og lagði til að umrædd lög yrðu tekin til endurskoðunar og samræmingar. Kærendur eru sama sinnis og hvetja íslensk stjórnvöld til þess að taka mark á þessum ábendingum stofnunarinnar.
Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira