Kalla eftir ábyrgð Freyja Gunnlaugsdóttir skrifar 20. október 2015 07:00 Árið 2011 tók Reykjavíkurborg einhliða ákvörðun um að hætta að styðja við nám á framhaldsstigi í tónlist. Þetta ákvað borgin að gera í framhaldi af samkomulagi ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms. Frá gerð samkomulagsins hefur Reykjavík deilt við ríkið um hvernig beri að skilja það og fram til þessa haldið því fram að með samkomulaginu hafi ríkið alfarið tekið við ábyrgð á kennslukostnaði við framhaldsnám í tónlist. Afleiðingarnar eru að þeim tónlistarskólum í Reykjavík sem kenna að stærstum hluta á framhaldsstigi hefur blætt út og nú er svo komið að þeir geta ekki starfað áfram. Þegar eru hafnar uppsagnir á tónlistarkennurum í borginni.Tónlistarnám fyrir rétti Þann 14. október síðastliðinn var réttað í máli Tónlistarskólans í Reykjavík gegn Reykjavíkurborg vegna vangoldins kennslukostnaðar við nám á framhaldsstigi í tónlist. Málsóknin var neyðarúrræði skólans til þess að fá skorið úr um lögmæti áðurnefndrar ákvörðunar borgarinnar og bíður málið nú dómsúrskurðar. Við réttarhöldin hélt borgarlögmaður því fram að Reykjavíkurborg bæri engin skylda til þess að reka tónlistarskóla og að hún gæti alfarið ákvarðað hvort og með hvaða hætti stuðningi við tónlistarkennslu væri háttað. Jafnframt áleit borgarlögmaður að borgin gæti forgangsraðað nemendum að vild, eftir aldri, búsetu, hljóðfærum eða eftir hvaða öðrum mælikvörðum sem henni þóknaðist. Þetta er einmitt það sem Reykjavík hefur gert; árið 2011 tók hún ákvörðun um að styrkja aðeins nemendur á grunn- og miðstigi til tónlistarnáms, en hætta alfarið stuðningi við nemendur á framhaldsstigi. Það sem er nýtt í málflutningi borgarlögmanns er að Reykjavík hafi alla tíð gert sér grein fyrir því að með fyrrnefndu samkomulagi væri ríkið ekki að taka að sér tónlistarmenntun á framhaldsstigi og að ekki væri hægt að gera lagalega kröfu á ríkið að taka við málaflokknum, enda eru málefni tónlistarskólanna formlega á höndum sveitarfélaganna.Stefna Reykjavíkur Þetta þýðir að Reykjavík tók meðvitaða ákvörðun um að hætta að bjóða upp á framhaldsmenntun í tónlist í Reykjavík. Hún afsalaði sér ábyrgð á kennslu á þessu námsstigi án þess að semja við ríkið um að taka yfir málaflokkinn. Tónlistarskólarnir voru því skildir eftir án þjónustusamninga fyrir framhaldsstigið og hvorki Reykjavíkurborg né ríkið taka ábyrgð á kennslu á þessu námsstigi. Þetta er stjórnvaldsákvörðun sem hafði gríðarlega miklar afleiðingar í för með sér og mun hafa eyðileggjandi áhrif á íslenskt tónlistarlíf til frambúðar. Samt sem áður var tónlistarskólunum ekki gerð grein fyrir því með lögboðnum hætti að Reykjavík hefði tekið þessa afdrifaríku ákvörðun. Stjórnendur skólanna stóðu í þeirri trú að þeir gætu starfað áfram með svipuðum hætti eftir að samkomulag um eflingu tónlistarnáms tæki gildi, enda gerði borgin engar athugasemdir við þann nemendafjölda og kennslumagn sem tilkynnt var um í skýrslum sem skólarnir senda til borgarinnar á hverju ári. Ef tekið er mið af málflutningi borgarlögmanns í síðustu viku er ljóst að Reykjavíkurborg telur að sér beri hvorki lagaleg né samfélagsleg skylda til þess að bjóða upp á framhaldsnám í tónlist í höfuðborginni. En var þetta meðvituð pólitísk ákvörðun? Ég hlýt að spyrja borgarstjóra Reykjavíkur: Er það raunveruleg stefna borgarinnar í málefnum tónlistarfræðslu, að leggja niður framhaldsmenntun í tónlist í Reykjavík? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Árið 2011 tók Reykjavíkurborg einhliða ákvörðun um að hætta að styðja við nám á framhaldsstigi í tónlist. Þetta ákvað borgin að gera í framhaldi af samkomulagi ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms. Frá gerð samkomulagsins hefur Reykjavík deilt við ríkið um hvernig beri að skilja það og fram til þessa haldið því fram að með samkomulaginu hafi ríkið alfarið tekið við ábyrgð á kennslukostnaði við framhaldsnám í tónlist. Afleiðingarnar eru að þeim tónlistarskólum í Reykjavík sem kenna að stærstum hluta á framhaldsstigi hefur blætt út og nú er svo komið að þeir geta ekki starfað áfram. Þegar eru hafnar uppsagnir á tónlistarkennurum í borginni.Tónlistarnám fyrir rétti Þann 14. október síðastliðinn var réttað í máli Tónlistarskólans í Reykjavík gegn Reykjavíkurborg vegna vangoldins kennslukostnaðar við nám á framhaldsstigi í tónlist. Málsóknin var neyðarúrræði skólans til þess að fá skorið úr um lögmæti áðurnefndrar ákvörðunar borgarinnar og bíður málið nú dómsúrskurðar. Við réttarhöldin hélt borgarlögmaður því fram að Reykjavíkurborg bæri engin skylda til þess að reka tónlistarskóla og að hún gæti alfarið ákvarðað hvort og með hvaða hætti stuðningi við tónlistarkennslu væri háttað. Jafnframt áleit borgarlögmaður að borgin gæti forgangsraðað nemendum að vild, eftir aldri, búsetu, hljóðfærum eða eftir hvaða öðrum mælikvörðum sem henni þóknaðist. Þetta er einmitt það sem Reykjavík hefur gert; árið 2011 tók hún ákvörðun um að styrkja aðeins nemendur á grunn- og miðstigi til tónlistarnáms, en hætta alfarið stuðningi við nemendur á framhaldsstigi. Það sem er nýtt í málflutningi borgarlögmanns er að Reykjavík hafi alla tíð gert sér grein fyrir því að með fyrrnefndu samkomulagi væri ríkið ekki að taka að sér tónlistarmenntun á framhaldsstigi og að ekki væri hægt að gera lagalega kröfu á ríkið að taka við málaflokknum, enda eru málefni tónlistarskólanna formlega á höndum sveitarfélaganna.Stefna Reykjavíkur Þetta þýðir að Reykjavík tók meðvitaða ákvörðun um að hætta að bjóða upp á framhaldsmenntun í tónlist í Reykjavík. Hún afsalaði sér ábyrgð á kennslu á þessu námsstigi án þess að semja við ríkið um að taka yfir málaflokkinn. Tónlistarskólarnir voru því skildir eftir án þjónustusamninga fyrir framhaldsstigið og hvorki Reykjavíkurborg né ríkið taka ábyrgð á kennslu á þessu námsstigi. Þetta er stjórnvaldsákvörðun sem hafði gríðarlega miklar afleiðingar í för með sér og mun hafa eyðileggjandi áhrif á íslenskt tónlistarlíf til frambúðar. Samt sem áður var tónlistarskólunum ekki gerð grein fyrir því með lögboðnum hætti að Reykjavík hefði tekið þessa afdrifaríku ákvörðun. Stjórnendur skólanna stóðu í þeirri trú að þeir gætu starfað áfram með svipuðum hætti eftir að samkomulag um eflingu tónlistarnáms tæki gildi, enda gerði borgin engar athugasemdir við þann nemendafjölda og kennslumagn sem tilkynnt var um í skýrslum sem skólarnir senda til borgarinnar á hverju ári. Ef tekið er mið af málflutningi borgarlögmanns í síðustu viku er ljóst að Reykjavíkurborg telur að sér beri hvorki lagaleg né samfélagsleg skylda til þess að bjóða upp á framhaldsnám í tónlist í höfuðborginni. En var þetta meðvituð pólitísk ákvörðun? Ég hlýt að spyrja borgarstjóra Reykjavíkur: Er það raunveruleg stefna borgarinnar í málefnum tónlistarfræðslu, að leggja niður framhaldsmenntun í tónlist í Reykjavík?
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun