Innlent

Kallað eftir skýrari stefnu varðandi ESB

Formaður Sigmundur sagði Ísland vera land framtíðar. Framsókn myndi ryðja bæði ríkisstjórninni og skuldavanda þjóðarinnar úr vegi.
Formaður Sigmundur sagði Ísland vera land framtíðar. Framsókn myndi ryðja bæði ríkisstjórninni og skuldavanda þjóðarinnar úr vegi. Mynd/GVA
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vék ekki einu orði að Icesave-málinu í ræðu sinni við setningu 31. flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í gær.

Skiptar skoðanir eru um Icesave-málið innan Framsóknarflokksins, líkt og margra annarra flokka. Þorri þingflokksins greiddi atkvæði gegn samningnum á þingi, en Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir hafa lýst yfir opinberum stuðningi við hann.

Þótt Sigmundur hafi ekki nefnt Icesave á nafn sagði hann þetta: „Íslendingar hafa oft staðið frammi fyrir því að þurfa berjast hart fyrir réttindum sínum en ávallt gert það með rökum fremur en ofbeldi."

Þegar framsóknarmenn og sósíalistar hafi ákveðið að segja upp samningi við Breta frá 1901 sem gerði þeim kleift að veiða við strendur landsins hafi Alþýðuflokkurinn brugðist ókvæða við og hótað stjórnarslitum. „Rökin voru þau að ekki mætti ögra alþjóðasamfélaginu, mikilvægir markaðir í Bretlandi og víðar voru í húfi, lánafyrirgreiðsla o.s.frv. Framsókn fór sínu fram og þjóðin hafði sigur," sagði Sigmundur.

Formaðurinn vék einnig að Evrópusambandsumræðunni í ræðu sinni og sagði að flokksmönnum þætti mörgum að afstaðan til Evrópusambandsins þyrfti að vera skýrari. Sá vilji birtist í því málefnastarfi sem fram hefði farið í aðdraganda flokksþingsins. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×