Innlent

Kallað í lögreglu vegna litfagurrar landnámshænu

Lögreglunni á Selfossi barst í gær tilkynning um lausagöngu fiðurfénaðar í Hveragerði. Þaðan hringdi húsmóðir og sagði að litfögur landnámshæna var að spranga um í garðinum sínum og vildi að lögreglan skærist í leikinn.

En vegna niðurskurðar þarf lögreglan nú að forgangsraða verkefnum, og gat því ekki brugðist við. Eftir því sem best er vitað, mun þetta vera fyrsta útkall vegna lausafjárgöngu fiðurfénaðar,í sögu lögreglunnar í Árnessýslu, og líklega hefur hænan haldið landnámi sínu áfram, því húmóðirin hringdi ekki aftur.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×