Kalt stríð Sáda og Írana í kjölfar aftöku Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 4. janúar 2016 07:00 Mótmælendur héldu á myndum af Sheikh Nimr al-Nimr í mótmælum fyrir utan sádíarabíska sendiráðið í Íran. Fréttablaðið/EPA „Óréttlát blóðsúthelling hins kúgaða #SheikhNimr kallar á stigvaxandi og guðlega refsingu sem mun heltaka stjórnmálamenn Sáda,“ skrifaði Khameini, erkiklerkur og æðsti embættismaður Írans, á Twitter í gær. Hann mótmælti aftöku sjía-klerksins Sheikh Nimr al-Nimr og 46 annarra í Sádi-Arabíu sem fram fór á laugardaginn. Einstaklingunum 47 er gert að sök að hafa lagt á ráðin um og ýtt undir hryðjuverk í Sádi-Arabíu. „Þessi kúgaði fræðimaður boðaði aldrei vopnaða hreyfingu, né var hann viðriðinn leynileg samsæri,“ skrifaði erkiklerkurinn. Þá sagði hann Sheikh Nimr hafa stundað friðsæl mótmæli gegn súnní-stjórninni í Sádi-Arabíu. Sheikh Nimr al-Nimr var einn helsti leiðtogi mótmælenda gegn ríkisstjórn Sádi-Arabíu frá því að arabíska vorið hófst árið 2012. Fjöldi manna hefur mótmælt um Mið-Austurlönd vegna aftökunnar en hundruð manna komu saman fyrir utan sendiráð Sádi-Arabíu í Teheran á laugardagskvöld og aftur í gær til að mótmæla. Á laugardag var kveikt í sendiráðsbyggingunni auk þess sem mótmælendur brenndu veggspjöld með myndum af Salman bin Abdulaziz Al Saud, konungi Sádi-Arabíu. Fjörutíu mótmælendur voru handteknir í lögregluaðgerðum. Sádi-Arabar hafa kallað sendiherra Írans á sinn fund til að fá skýringu á harðri afstöðu Írans. Þá hafa Sádi-Arabar slitið stjórnmálatengsl við Íran og Íransstjórn gert að flytja alla diplómata úr landinu innan 48 klukkustunda. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Sádi-Arabíu segir að með því að fordæma aftökurnar hafi Íranir afhjúpað sig sem stuðningsmenn hryðjuverka. Hassan Rouhani, forseti Írans, fordæmdi mótmælin við sendiráð Sádi-Arabíu en ítrekaði þó þá afstöðu sína að aftökurnar hefðu verið óréttlátar. Margir fjölmiðlar í Sádi-Arabíu verja aftökurnar og segja landið öruggara fyrir vikið og ekki skipta máli hvort sjía- eða súnní-múslimar væru þar á ferð. Íranir hafa verið sterkir stuðningsmenn samfélaga sjía-múslima víða um Mið-Austurlönd. Fjölmiðlar í Íran fordæma aftökurnar og segja þær einungis virka sem olíu á eldinn og munu kalla á hefndaraðgerðir gegn ríkisstjórn Sáda. Hreyfing sem spratt upp úr arabíska vorinuSjía-klerkurinn Sheikh Nimr al-Nimr sem var tekinn af lífi á laugardaginn var einn höfuðpaura mótmælahreyfingar gegn súnní-stjórn Sádi-Arabíu. Hreyfingin spratt upp úr arabíska vorinu. Sheikh Nimr kallaði meðal annars eftir því að austurhéruð Sádi-Arabíu lýstu yfir sjálfstæði en héruðin eru afar olíurík og þar búa um tvær milljónir sjía-múslima. Hann gagnrýndi ríkisstjórn Sádi-Arabíu harðlega fyrir að hliðsetja og einangra samfélög sjía-múslima í landinu. Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
„Óréttlát blóðsúthelling hins kúgaða #SheikhNimr kallar á stigvaxandi og guðlega refsingu sem mun heltaka stjórnmálamenn Sáda,“ skrifaði Khameini, erkiklerkur og æðsti embættismaður Írans, á Twitter í gær. Hann mótmælti aftöku sjía-klerksins Sheikh Nimr al-Nimr og 46 annarra í Sádi-Arabíu sem fram fór á laugardaginn. Einstaklingunum 47 er gert að sök að hafa lagt á ráðin um og ýtt undir hryðjuverk í Sádi-Arabíu. „Þessi kúgaði fræðimaður boðaði aldrei vopnaða hreyfingu, né var hann viðriðinn leynileg samsæri,“ skrifaði erkiklerkurinn. Þá sagði hann Sheikh Nimr hafa stundað friðsæl mótmæli gegn súnní-stjórninni í Sádi-Arabíu. Sheikh Nimr al-Nimr var einn helsti leiðtogi mótmælenda gegn ríkisstjórn Sádi-Arabíu frá því að arabíska vorið hófst árið 2012. Fjöldi manna hefur mótmælt um Mið-Austurlönd vegna aftökunnar en hundruð manna komu saman fyrir utan sendiráð Sádi-Arabíu í Teheran á laugardagskvöld og aftur í gær til að mótmæla. Á laugardag var kveikt í sendiráðsbyggingunni auk þess sem mótmælendur brenndu veggspjöld með myndum af Salman bin Abdulaziz Al Saud, konungi Sádi-Arabíu. Fjörutíu mótmælendur voru handteknir í lögregluaðgerðum. Sádi-Arabar hafa kallað sendiherra Írans á sinn fund til að fá skýringu á harðri afstöðu Írans. Þá hafa Sádi-Arabar slitið stjórnmálatengsl við Íran og Íransstjórn gert að flytja alla diplómata úr landinu innan 48 klukkustunda. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Sádi-Arabíu segir að með því að fordæma aftökurnar hafi Íranir afhjúpað sig sem stuðningsmenn hryðjuverka. Hassan Rouhani, forseti Írans, fordæmdi mótmælin við sendiráð Sádi-Arabíu en ítrekaði þó þá afstöðu sína að aftökurnar hefðu verið óréttlátar. Margir fjölmiðlar í Sádi-Arabíu verja aftökurnar og segja landið öruggara fyrir vikið og ekki skipta máli hvort sjía- eða súnní-múslimar væru þar á ferð. Íranir hafa verið sterkir stuðningsmenn samfélaga sjía-múslima víða um Mið-Austurlönd. Fjölmiðlar í Íran fordæma aftökurnar og segja þær einungis virka sem olíu á eldinn og munu kalla á hefndaraðgerðir gegn ríkisstjórn Sáda. Hreyfing sem spratt upp úr arabíska vorinuSjía-klerkurinn Sheikh Nimr al-Nimr sem var tekinn af lífi á laugardaginn var einn höfuðpaura mótmælahreyfingar gegn súnní-stjórn Sádi-Arabíu. Hreyfingin spratt upp úr arabíska vorinu. Sheikh Nimr kallaði meðal annars eftir því að austurhéruð Sádi-Arabíu lýstu yfir sjálfstæði en héruðin eru afar olíurík og þar búa um tvær milljónir sjía-múslima. Hann gagnrýndi ríkisstjórn Sádi-Arabíu harðlega fyrir að hliðsetja og einangra samfélög sjía-múslima í landinu.
Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira