Kanínuplága í borginni: Skotvopn yrðu notuð í fækkunaraðgerðum Hrund Þórsdóttir skrifar 2. febrúar 2014 18:56 Þær eru ósköp krúttlegar og fáum er líklega illa við þær. Kanínur geta samt verið miklir skaðvaldar og nú verður hugsanlega farið út í umfangsmiklar fækkunaraðgerðir gegn þeim á höfuðborgarsvæðinu. Fulltrúar umhverfissviða höfuðborgarsvæðisins hafa sent frá sér sameiginlega ályktun þar sem varað er við miklu og útbreiddu tjóni vegna fjölgunar villtra kanína. Útbreiðsla þeirra hefur aukist mikið en verst er ástandið sagt í Elliðaárdalnum þar sem kanínurnar fá skjól og þær eru fóðraðar. Kanínur valda aðallega tjóni á gróðri en einnig hefur oft legið við slysum þegar þær hlaupa yfir götur. „Við Íslendingar erum ekki vanir því að dýr hlaupi fyrir okkur á götunni þannig að við nauðhemlum og þá er hætt við umferðaróhöppum,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg. Mildir vetur hafa hjálpað kanínum að fjölga sér og dreifast borgarlandið. Í kirkjugarðinum í Fossvogi hafa þær verið veiddar enda valda þær skemmdum á leiðum. Þær eru friðaðar en að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands ber að útrýma þeim eða hafa stranga stjórn á stofnstærðinni. Ef þið farið í fækkunaraðgerðir, hvernig yrði staðið að því? „Við fengjum þá leyfi til að veiða þær með skotveiðum,“ segir Guðmundur. Hvers konar skotvopn yrðu það? „Það yrðu minniháttar skotvopn, litlir rifflar.“ Helsta skýring vandamálsins er að fólk hefur sleppt gælukanínum út í náttúruna. „Með nýjum lögum um dýravernd er það ólöglegt. Kanínurnar hafa það ekki gott í íslenskri náttúru, þær hafa það mjög skítt yfir veturinn,“ segir Guðmundur að lokum. Tengdar fréttir Náttúrufræðistofnun vill útrýma friðuðum kanínum Fulltrúar umhverfissviða á höfuðborgarsvæðinu vara við miklu og útbreiddu tjóni vegna fjölgunar villtra kanína. Ráðast þurfi í umtalsverðar fækkunaraðgerðir. Kanínur séu friðaðar en Náttúrufræðiðstofnun Íslands vilji að þeim sér útrýmt. 31. janúar 2014 08:30 Kanna kanínuplágu í borginni Reykjavíkurborg er nú að kanna hvort og hvar kanínur eru orðnar vandamál í borgarlandinu. Útrýmingarherferð er þó ekki alveg á döfinni, þrátt fyrir skýra umsögn Náttúrufræðistofnunar um að útrýma beri öllum kanínum í íslenskri náttúru. 14. ágúst 2013 13:30 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Sjá meira
Þær eru ósköp krúttlegar og fáum er líklega illa við þær. Kanínur geta samt verið miklir skaðvaldar og nú verður hugsanlega farið út í umfangsmiklar fækkunaraðgerðir gegn þeim á höfuðborgarsvæðinu. Fulltrúar umhverfissviða höfuðborgarsvæðisins hafa sent frá sér sameiginlega ályktun þar sem varað er við miklu og útbreiddu tjóni vegna fjölgunar villtra kanína. Útbreiðsla þeirra hefur aukist mikið en verst er ástandið sagt í Elliðaárdalnum þar sem kanínurnar fá skjól og þær eru fóðraðar. Kanínur valda aðallega tjóni á gróðri en einnig hefur oft legið við slysum þegar þær hlaupa yfir götur. „Við Íslendingar erum ekki vanir því að dýr hlaupi fyrir okkur á götunni þannig að við nauðhemlum og þá er hætt við umferðaróhöppum,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg. Mildir vetur hafa hjálpað kanínum að fjölga sér og dreifast borgarlandið. Í kirkjugarðinum í Fossvogi hafa þær verið veiddar enda valda þær skemmdum á leiðum. Þær eru friðaðar en að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands ber að útrýma þeim eða hafa stranga stjórn á stofnstærðinni. Ef þið farið í fækkunaraðgerðir, hvernig yrði staðið að því? „Við fengjum þá leyfi til að veiða þær með skotveiðum,“ segir Guðmundur. Hvers konar skotvopn yrðu það? „Það yrðu minniháttar skotvopn, litlir rifflar.“ Helsta skýring vandamálsins er að fólk hefur sleppt gælukanínum út í náttúruna. „Með nýjum lögum um dýravernd er það ólöglegt. Kanínurnar hafa það ekki gott í íslenskri náttúru, þær hafa það mjög skítt yfir veturinn,“ segir Guðmundur að lokum.
Tengdar fréttir Náttúrufræðistofnun vill útrýma friðuðum kanínum Fulltrúar umhverfissviða á höfuðborgarsvæðinu vara við miklu og útbreiddu tjóni vegna fjölgunar villtra kanína. Ráðast þurfi í umtalsverðar fækkunaraðgerðir. Kanínur séu friðaðar en Náttúrufræðiðstofnun Íslands vilji að þeim sér útrýmt. 31. janúar 2014 08:30 Kanna kanínuplágu í borginni Reykjavíkurborg er nú að kanna hvort og hvar kanínur eru orðnar vandamál í borgarlandinu. Útrýmingarherferð er þó ekki alveg á döfinni, þrátt fyrir skýra umsögn Náttúrufræðistofnunar um að útrýma beri öllum kanínum í íslenskri náttúru. 14. ágúst 2013 13:30 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Sjá meira
Náttúrufræðistofnun vill útrýma friðuðum kanínum Fulltrúar umhverfissviða á höfuðborgarsvæðinu vara við miklu og útbreiddu tjóni vegna fjölgunar villtra kanína. Ráðast þurfi í umtalsverðar fækkunaraðgerðir. Kanínur séu friðaðar en Náttúrufræðiðstofnun Íslands vilji að þeim sér útrýmt. 31. janúar 2014 08:30
Kanna kanínuplágu í borginni Reykjavíkurborg er nú að kanna hvort og hvar kanínur eru orðnar vandamál í borgarlandinu. Útrýmingarherferð er þó ekki alveg á döfinni, þrátt fyrir skýra umsögn Náttúrufræðistofnunar um að útrýma beri öllum kanínum í íslenskri náttúru. 14. ágúst 2013 13:30