Kanínuplága í borginni: Skotvopn yrðu notuð í fækkunaraðgerðum Hrund Þórsdóttir skrifar 2. febrúar 2014 18:56 Þær eru ósköp krúttlegar og fáum er líklega illa við þær. Kanínur geta samt verið miklir skaðvaldar og nú verður hugsanlega farið út í umfangsmiklar fækkunaraðgerðir gegn þeim á höfuðborgarsvæðinu. Fulltrúar umhverfissviða höfuðborgarsvæðisins hafa sent frá sér sameiginlega ályktun þar sem varað er við miklu og útbreiddu tjóni vegna fjölgunar villtra kanína. Útbreiðsla þeirra hefur aukist mikið en verst er ástandið sagt í Elliðaárdalnum þar sem kanínurnar fá skjól og þær eru fóðraðar. Kanínur valda aðallega tjóni á gróðri en einnig hefur oft legið við slysum þegar þær hlaupa yfir götur. „Við Íslendingar erum ekki vanir því að dýr hlaupi fyrir okkur á götunni þannig að við nauðhemlum og þá er hætt við umferðaróhöppum,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg. Mildir vetur hafa hjálpað kanínum að fjölga sér og dreifast borgarlandið. Í kirkjugarðinum í Fossvogi hafa þær verið veiddar enda valda þær skemmdum á leiðum. Þær eru friðaðar en að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands ber að útrýma þeim eða hafa stranga stjórn á stofnstærðinni. Ef þið farið í fækkunaraðgerðir, hvernig yrði staðið að því? „Við fengjum þá leyfi til að veiða þær með skotveiðum,“ segir Guðmundur. Hvers konar skotvopn yrðu það? „Það yrðu minniháttar skotvopn, litlir rifflar.“ Helsta skýring vandamálsins er að fólk hefur sleppt gælukanínum út í náttúruna. „Með nýjum lögum um dýravernd er það ólöglegt. Kanínurnar hafa það ekki gott í íslenskri náttúru, þær hafa það mjög skítt yfir veturinn,“ segir Guðmundur að lokum. Tengdar fréttir Náttúrufræðistofnun vill útrýma friðuðum kanínum Fulltrúar umhverfissviða á höfuðborgarsvæðinu vara við miklu og útbreiddu tjóni vegna fjölgunar villtra kanína. Ráðast þurfi í umtalsverðar fækkunaraðgerðir. Kanínur séu friðaðar en Náttúrufræðiðstofnun Íslands vilji að þeim sér útrýmt. 31. janúar 2014 08:30 Kanna kanínuplágu í borginni Reykjavíkurborg er nú að kanna hvort og hvar kanínur eru orðnar vandamál í borgarlandinu. Útrýmingarherferð er þó ekki alveg á döfinni, þrátt fyrir skýra umsögn Náttúrufræðistofnunar um að útrýma beri öllum kanínum í íslenskri náttúru. 14. ágúst 2013 13:30 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Fleiri fréttir 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Sjá meira
Þær eru ósköp krúttlegar og fáum er líklega illa við þær. Kanínur geta samt verið miklir skaðvaldar og nú verður hugsanlega farið út í umfangsmiklar fækkunaraðgerðir gegn þeim á höfuðborgarsvæðinu. Fulltrúar umhverfissviða höfuðborgarsvæðisins hafa sent frá sér sameiginlega ályktun þar sem varað er við miklu og útbreiddu tjóni vegna fjölgunar villtra kanína. Útbreiðsla þeirra hefur aukist mikið en verst er ástandið sagt í Elliðaárdalnum þar sem kanínurnar fá skjól og þær eru fóðraðar. Kanínur valda aðallega tjóni á gróðri en einnig hefur oft legið við slysum þegar þær hlaupa yfir götur. „Við Íslendingar erum ekki vanir því að dýr hlaupi fyrir okkur á götunni þannig að við nauðhemlum og þá er hætt við umferðaróhöppum,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg. Mildir vetur hafa hjálpað kanínum að fjölga sér og dreifast borgarlandið. Í kirkjugarðinum í Fossvogi hafa þær verið veiddar enda valda þær skemmdum á leiðum. Þær eru friðaðar en að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands ber að útrýma þeim eða hafa stranga stjórn á stofnstærðinni. Ef þið farið í fækkunaraðgerðir, hvernig yrði staðið að því? „Við fengjum þá leyfi til að veiða þær með skotveiðum,“ segir Guðmundur. Hvers konar skotvopn yrðu það? „Það yrðu minniháttar skotvopn, litlir rifflar.“ Helsta skýring vandamálsins er að fólk hefur sleppt gælukanínum út í náttúruna. „Með nýjum lögum um dýravernd er það ólöglegt. Kanínurnar hafa það ekki gott í íslenskri náttúru, þær hafa það mjög skítt yfir veturinn,“ segir Guðmundur að lokum.
Tengdar fréttir Náttúrufræðistofnun vill útrýma friðuðum kanínum Fulltrúar umhverfissviða á höfuðborgarsvæðinu vara við miklu og útbreiddu tjóni vegna fjölgunar villtra kanína. Ráðast þurfi í umtalsverðar fækkunaraðgerðir. Kanínur séu friðaðar en Náttúrufræðiðstofnun Íslands vilji að þeim sér útrýmt. 31. janúar 2014 08:30 Kanna kanínuplágu í borginni Reykjavíkurborg er nú að kanna hvort og hvar kanínur eru orðnar vandamál í borgarlandinu. Útrýmingarherferð er þó ekki alveg á döfinni, þrátt fyrir skýra umsögn Náttúrufræðistofnunar um að útrýma beri öllum kanínum í íslenskri náttúru. 14. ágúst 2013 13:30 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Fleiri fréttir 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Sjá meira
Náttúrufræðistofnun vill útrýma friðuðum kanínum Fulltrúar umhverfissviða á höfuðborgarsvæðinu vara við miklu og útbreiddu tjóni vegna fjölgunar villtra kanína. Ráðast þurfi í umtalsverðar fækkunaraðgerðir. Kanínur séu friðaðar en Náttúrufræðiðstofnun Íslands vilji að þeim sér útrýmt. 31. janúar 2014 08:30
Kanna kanínuplágu í borginni Reykjavíkurborg er nú að kanna hvort og hvar kanínur eru orðnar vandamál í borgarlandinu. Útrýmingarherferð er þó ekki alveg á döfinni, þrátt fyrir skýra umsögn Náttúrufræðistofnunar um að útrýma beri öllum kanínum í íslenskri náttúru. 14. ágúst 2013 13:30