Innlent

Kannanir á vegum stuðningsmanna Davíðs og Guðna sýna sömu niðurstöður

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðni ásamt konu sinni, Elizu, og börnum. Elsta dóttirin var fjarri góðu gamni.
Guðni ásamt konu sinni, Elizu, og börnum. Elsta dóttirin var fjarri góðu gamni. Vísir/GVA
Guðni Th. Jóhannesson mælist með 57% fylgi í nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar sem framkvæmd var fyrir stuðningsmenn Guðna. Davíð Oddsson mælist með 22% fylgi og Andri Snær Magnason rúmlega 12% fylgi. Þar á eftir kemur Halla Tómasdóttir með tæplega 5% fylgi en aðrir frambjóðendur ná ekki tveimur prósentum.

Könnunin er í nokkuð góðu samræmi við niðurstöðu könnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir stuðningsmenn Davíðs en niðurstöðurnar voru birtar í gærkvöldi. Þar var Guðni sömuleiðis með 57% fylgi, Davíð 22% Andri Snær með tæplega 11% og Halla með rúmlega 5% fylgi.

Sturla Jónsson hefur 1,9% fylgi samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar, Ástþór Magnússon 1,5% og Elísabet Jökulsdóttir og Hildur Þórðardóttir 0,4%. Engin nefndi Guðrúnu Margréti Pálsdóttur eða Magnús Ingiberg Jónsson sem verður reyndar ekki á meðal frambjóðenda.

Könnun Félagsvísindastofnunar var framkvæmd á dögunum 23. til 25. maí en um 2000 manna lagskipt tilviljunarúrtak var að ræða úr netpanel Félagsvísindastofnunar. Úrtakið var lagskipt eftir kyni, aldri og búsetu til þess að það endurspeglaði sem best samsetningu landsmanna. Svarhlutfall var 51% 

 


Tengdar fréttir

Guðni Th. enn með langmest fylgi

Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni með 65,6 prósent fylgi. Næstur á eftir honum er Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi.

Halla og Davíð bæta við sig

Ný skoðanakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir stuðningsmenn Davíðs Oddssonar gefur til kynna að fylgi hans og Höllu Tómasdóttur sé að rísa. Fylgi Guðna Th. er enn lang mest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×