Lífið

Kanye West og Kim Kardashian dvelja á 101 hótel

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Kanye, North og Kim.
Kanye, North og Kim. Vísir/Getty
Stjörnuparið Kanye West og Kim Kardashian West er væntanlegt til landsins á næstu vikum. Þau koma til með að dvelja á lúxushótelinu 101 hótel á Hverfisgötu, samkvæmt frétt mbl.is, en þar hafa margar stórstjörnur og Íslandsvinir áður dvalið.

Tilgangur heimsóknarinnar er að taka upp tónlistarmyndband við eitt af lögunum á nýútkominni plötu rapparans, The Life of Pablo, en á huldu er um hvaða lag er að ræða. Platan sú kom út þann 14. febrúar síðastliðinn og er sjöunda plata rapparans.

Myndbandið verður samkvæmt heimildum tekið upp á landsbyggðinni, þó að þau gisti á höfuðborgarsvæðinu. Ferðinni hefur þegar verið frestað einu sinni vegna veðurs.

Þau Kim og Kanye eru óum­deilan­lega einir frægustu einstaklingar og hjón heims.

Þau gengu í það heilaga árið 2014 og eiga tvö börn saman. Dótturina North West sem fædd er árið 2013 og soninn Saint West sem fæddist í desember á síðasta ári. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.