Kári segir siðfræðing vantreysta fullveðja fólki Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 8. maí 2014 11:26 Söfnun sýnanna var kynnt í Hörpu í vikunni. VÍSIR/GVA „Hverja ætti maður þá að ráða til verksins? Yrðum við að ráða til þess vont fólk? Vegna þess að gott fólk hefði það einhvern veginn í sér að setja einhvern þrýsting,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), um gagnrýni Salvarar Nordal, forstöðumanns Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands á samstarf ÍE og Landsbjargar um söfnun lífsýna. ÍE sendir í þessari viku yfir eitt hundrað þúsund Íslendingum boð um þátttöku í samanburðarhópi fyrir rannsóknir fyrirtækisins. Boðsgögnunum fylgja nákvæmar upplýsingar um verkefnið, samþykkisyfirlýsingar, munnspaðar og leiðbeiningar um sýnatöku en þátttakendur taka sjálfir lífsýni úr munni sínum. Rannsóknirnar hafa hlotið leyfi Vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Átakið er unnið í samstarfi við Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Meðlimir björgunarsveitanna munu sækja gögnin heim til þátttakenda og ÍE styrkir Landsbjörg í staðinn með 2.000 krónum fyrir hvern þann sem tekur þátt.Salvör Nordal.Salvör sagði í viðtali í Fréttablaðinu í dag að ýmsar siðfræðispurningar vakni og skoða verði sérstaklega þá aðferð sem beitt er við söfnun lífsýnanna. Ætla megi að með því að setja pressu á fólk með því að gera söfnunina að átaki fyrir björgunarsveitirnar sé verið að setja fólk í þvingaða stöðu.Fullveðja fólk geti tekið ákvarðanir Aðalgangrýni Salvarar er sú að sögn Kára að með því að fá Landsbjargarmenn til þess að banka upp á hjá fólki og safna sýnum og samþykkisformum sé ÍE að setja óeðlilega og óæskilega þrýsting á fólk til þess að taka þátt í rannsókninni. „Og það er þá vegna þess að flugbjörgunarsveitarfólkið er svo gott fólk að það er erfitt að segja nei við það,“ segir Kári. Hann segir þetta fáránlegt. Salvör sé að lýsa yfir vantrausti á fólkið í landinu. „Að fullveðja fólk hafi ekki til þess burði að taka sjálfstæðar ákvarðanir,“ segir Kári.Siðferðispostullinn að brjóta upp siðferðisreglurnar Hann segir gagnrýnina þó fyrst og fremst vera á störf Vísindasiðanefndar því nefndin sé sá eftirlitsaðili í samfélaginu sem fer yfir vísindasiðfræðileg atriði sem lúta að mönnum. „Þessi aðferð okkar og nálgun var samþykkt einróma af vísindasiðanefnd.“ Siðfræðistofnunin hafi engu eftirlitshlutverki að gegna, heldur sé stofnun sem haldi utan um fræðasvið. Það sé einnig áhugavert að stofnunin og starfsmenn hennar hafi fengið töluvert fé erlendis frá til að rannsaka það sem ÍE er að gera. „Það þykir ekki fínt, hvorki í vísinda- eða fræðasamfélaginu að aðili sem er að rannsaka okkur sé að tjá sig fyrirfram um það sem við erum að fara að gera.VÍSIR/VILHELM„Í sjálfu sé má segja að það sé ósiðlegt og þar með sé siðferðispostulinn að brjóta upp siðferðisreglurnar sem hún er að reyna að sannfæra samfélagið um að lúta,“ segir Kári. Eðlileg leið til að greiða fyrir vinnu Það sem ÍE sé að gera sé að reyna að fá fullveðja fólk til þess að taka ákvörðun um það hvort það vilji taka þátt í læknisrannsókn. Einnig megi segja að það sé áhugavert að Siðfræðistofnunin tjái sig alla jafna ekki um siðferðileg álitamál í samfélaginu eins og til dæmis um það að ríkið selji hér banvænar sígarettur og brennivín. Einu skiptin sem stofnunin tjái sig sé þegar fara eigi að vinna læknisfræðirannsóknir. „Sem geta verið mikilvægar fyrir okkur í framtíðinni.“ Kostnaðurinn sé greiddur eins og ef ráðinn sé verktaki til söfnunarinnar. „Það var annað hvort að ráða til verksins fólk sem fær greitt í eigin vasa eða sjálfboðaliða sem eru tilbúnir til að gefa vinnu sína,“ segir Kári. Aðspurður hvort ekki hefði mátt greiða björgunarsveitamönnumfyrir hvern þann sem þeir færu til, burtséð frá því hvort sá gæfi sýni eða ekki segir Kári það vera aðra aðferð til að nálgast þetta. „En við verðum líka að fá einhverja staðfestingu á að þetta ágæta fólk hafi farið á þá staði sem um var samið. Þetta er í sjálfu sér ósköp eðlileg leið til þess að greiða fyrir vinnu.“ Tengdar fréttir Setur stórt spurningarmerki við söfnun lífsýna Koma björgunarsveita að söfnun lífsýna getur sett landsmenn í þvingaða stöðu segir Salvör Nordal. 8. maí 2014 09:24 Ganga í hús í leit að hundrað þúsund sýnum „Með enn meiri þátttöku heilbrigðra Íslendinga aukast líkurnar á að vísindin finni úrræði til að glíma við sjúkdóma sem þeir eða ættingjar þeirra geta fengið síðar á lífsleiðinni,“ segir Kári Stefánsson. 6. maí 2014 11:54 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
„Hverja ætti maður þá að ráða til verksins? Yrðum við að ráða til þess vont fólk? Vegna þess að gott fólk hefði það einhvern veginn í sér að setja einhvern þrýsting,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), um gagnrýni Salvarar Nordal, forstöðumanns Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands á samstarf ÍE og Landsbjargar um söfnun lífsýna. ÍE sendir í þessari viku yfir eitt hundrað þúsund Íslendingum boð um þátttöku í samanburðarhópi fyrir rannsóknir fyrirtækisins. Boðsgögnunum fylgja nákvæmar upplýsingar um verkefnið, samþykkisyfirlýsingar, munnspaðar og leiðbeiningar um sýnatöku en þátttakendur taka sjálfir lífsýni úr munni sínum. Rannsóknirnar hafa hlotið leyfi Vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Átakið er unnið í samstarfi við Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Meðlimir björgunarsveitanna munu sækja gögnin heim til þátttakenda og ÍE styrkir Landsbjörg í staðinn með 2.000 krónum fyrir hvern þann sem tekur þátt.Salvör Nordal.Salvör sagði í viðtali í Fréttablaðinu í dag að ýmsar siðfræðispurningar vakni og skoða verði sérstaklega þá aðferð sem beitt er við söfnun lífsýnanna. Ætla megi að með því að setja pressu á fólk með því að gera söfnunina að átaki fyrir björgunarsveitirnar sé verið að setja fólk í þvingaða stöðu.Fullveðja fólk geti tekið ákvarðanir Aðalgangrýni Salvarar er sú að sögn Kára að með því að fá Landsbjargarmenn til þess að banka upp á hjá fólki og safna sýnum og samþykkisformum sé ÍE að setja óeðlilega og óæskilega þrýsting á fólk til þess að taka þátt í rannsókninni. „Og það er þá vegna þess að flugbjörgunarsveitarfólkið er svo gott fólk að það er erfitt að segja nei við það,“ segir Kári. Hann segir þetta fáránlegt. Salvör sé að lýsa yfir vantrausti á fólkið í landinu. „Að fullveðja fólk hafi ekki til þess burði að taka sjálfstæðar ákvarðanir,“ segir Kári.Siðferðispostullinn að brjóta upp siðferðisreglurnar Hann segir gagnrýnina þó fyrst og fremst vera á störf Vísindasiðanefndar því nefndin sé sá eftirlitsaðili í samfélaginu sem fer yfir vísindasiðfræðileg atriði sem lúta að mönnum. „Þessi aðferð okkar og nálgun var samþykkt einróma af vísindasiðanefnd.“ Siðfræðistofnunin hafi engu eftirlitshlutverki að gegna, heldur sé stofnun sem haldi utan um fræðasvið. Það sé einnig áhugavert að stofnunin og starfsmenn hennar hafi fengið töluvert fé erlendis frá til að rannsaka það sem ÍE er að gera. „Það þykir ekki fínt, hvorki í vísinda- eða fræðasamfélaginu að aðili sem er að rannsaka okkur sé að tjá sig fyrirfram um það sem við erum að fara að gera.VÍSIR/VILHELM„Í sjálfu sé má segja að það sé ósiðlegt og þar með sé siðferðispostulinn að brjóta upp siðferðisreglurnar sem hún er að reyna að sannfæra samfélagið um að lúta,“ segir Kári. Eðlileg leið til að greiða fyrir vinnu Það sem ÍE sé að gera sé að reyna að fá fullveðja fólk til þess að taka ákvörðun um það hvort það vilji taka þátt í læknisrannsókn. Einnig megi segja að það sé áhugavert að Siðfræðistofnunin tjái sig alla jafna ekki um siðferðileg álitamál í samfélaginu eins og til dæmis um það að ríkið selji hér banvænar sígarettur og brennivín. Einu skiptin sem stofnunin tjái sig sé þegar fara eigi að vinna læknisfræðirannsóknir. „Sem geta verið mikilvægar fyrir okkur í framtíðinni.“ Kostnaðurinn sé greiddur eins og ef ráðinn sé verktaki til söfnunarinnar. „Það var annað hvort að ráða til verksins fólk sem fær greitt í eigin vasa eða sjálfboðaliða sem eru tilbúnir til að gefa vinnu sína,“ segir Kári. Aðspurður hvort ekki hefði mátt greiða björgunarsveitamönnumfyrir hvern þann sem þeir færu til, burtséð frá því hvort sá gæfi sýni eða ekki segir Kári það vera aðra aðferð til að nálgast þetta. „En við verðum líka að fá einhverja staðfestingu á að þetta ágæta fólk hafi farið á þá staði sem um var samið. Þetta er í sjálfu sér ósköp eðlileg leið til þess að greiða fyrir vinnu.“
Tengdar fréttir Setur stórt spurningarmerki við söfnun lífsýna Koma björgunarsveita að söfnun lífsýna getur sett landsmenn í þvingaða stöðu segir Salvör Nordal. 8. maí 2014 09:24 Ganga í hús í leit að hundrað þúsund sýnum „Með enn meiri þátttöku heilbrigðra Íslendinga aukast líkurnar á að vísindin finni úrræði til að glíma við sjúkdóma sem þeir eða ættingjar þeirra geta fengið síðar á lífsleiðinni,“ segir Kári Stefánsson. 6. maí 2014 11:54 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Setur stórt spurningarmerki við söfnun lífsýna Koma björgunarsveita að söfnun lífsýna getur sett landsmenn í þvingaða stöðu segir Salvör Nordal. 8. maí 2014 09:24
Ganga í hús í leit að hundrað þúsund sýnum „Með enn meiri þátttöku heilbrigðra Íslendinga aukast líkurnar á að vísindin finni úrræði til að glíma við sjúkdóma sem þeir eða ættingjar þeirra geta fengið síðar á lífsleiðinni,“ segir Kári Stefánsson. 6. maí 2014 11:54