Innlent

Kári Stefánsson segir íslenskar konur halda gott bókhald yfir bólfélaga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/GVA
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að innan við eitt prósent fólks á Íslandi sé rangfeðrað. Þetta staðfesti rannsóknir sem farið hafa fram innan ÍE. Kári var gestur í sjónvarpsþættinum Ólafarnir á Hringbraut í liðinni viku.

Ólafarnir Arnarson og Ísleifsson ræddu við Kára um þessa nýju rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar sem fjallað er um í nýjasta tímariti Ættfræðifélagsins. Vísuðu þeir Ólafur og Ólafur í ónefndar félagsfræðirannsóknir sem hafa leitt til þess að margir telja um tíu prósent barna á Íslandi rangfeðruð.

„Það er algjörlega rangt,“ sagði Kári og vísaði í rannsóknir ÍE sem náð hafa til 150 þúsund manns.

„Staðreyndin er sú að það er undir eitt prósent fólks sem er rangfeðrað. Þessar tölur um 10-15 prósent rangfeðranir sem koma frá félagsfræðirannsóknum standast ekki,“ segir Kári. Nafnarnir spurðu Kári hvað þessar niðurstöður þýddu og var Kári fljótur til svars:

„Það bendir a.m.k. til þess að íslenskar konur haldi gott bókhald,“ sagði Kári og uppskar hlátur hjá nöfnunum.

Kári segir tölurnar byggja á tveimur til þremur kynslóðum og 150 þúsund manns sé eins gott úrtak og hægt sé að fá í rannsóknum sem þessum.

Umræðuna um rangfeðranir má sjá hér að neðan en hún hefst eftir 20 mínútur og 30 sekúndur.




Tengdar fréttir

Enn deilir Kári við verktaka

Kári Stefánsson hefur verið dæmdur til að greiða tæplega fimm milljónir vegna ógreiddra reikninga fyrir framkvæmdir við hús sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×