Karim Askari er dapur þrátt fyrir sigur og telur ímynd múslima hafa skaðast Jakob Bjarnar skrifar 1. júní 2016 13:53 Karim er fyrir miðju myndar en fyrir aftan, við dyrnar, stendur hópur handgenginn iman Seddeeq og aftra mönnum inngöngu. visir/birgiro Karim Askari er framkvæmdastjóri Stofnunar múslíma sem eftir um tvo tíma fær lyklavöldin að Ýmishúsinu. Átök voru í morgun um yfirráðin en í kjölfar þess að héraðsdómur samþykkti kröfu um útburð lá fyrir að Askari og hans menn hefðu fullan rétt á að stjórna starfsemi í húsinu, ekki Ahmad Seddeeq iman menningarsetursins og hópur honum tengdur. Þurfti fulltingi lögreglu til að svo gæti orðið, að lásasmiður kæmist að húsinu. Og einn úr hópnum réðst á Karim Askari.Seddeeq er svekktur, sár og reiður Vísir ræddi við Karim nú rétt í þessu. Hann sagðist vera dapur, taldi ímynd múslima hafa orðið fyrir hnekki og það gerði hann hryggan. Karim taldi ekki á það bætandi; að hægt væri að tengja ástandið í miðausturlöndum við átök á Íslandi. Og hann óttast að þeirri hugmynd geti vaxið fiskur um hrygg að múslimum væri ómögulegt að búa við þær reglur sem gilda í hverju landi.Hópurinn sem ekki vildi afhenda lyklavöldin að Ýmishúsinu hafði komið þessum skiltum fyrir við húsið, og ljóst að þá grunar Karim og hans menn um græsku.visir/birgiroBlaðamaður Fréttablaðsins tók Seddeeq tali í morgun og var hann þá svekktur og sár. Og mjög reiður. Hann vísaði til þess að gerður hafi verið leigusamningur 20. desember 2012 til tíu ára. En, næsta dag var gerður annar samningur sem ógilti niðurstöðuna fyrri samninginn. Héraðsdómur féllst á það samkvæmt meginreglum samningaréttar. Samningurinn var mjög hagstæður og kvað á um tíu þúsund krónur í húsaleigu á mánuði.Margvísleg menningarstarfsemi fyrirhuguð í húsinu Karim segir að nú standi til að reka starfsemi í Ýmishúsinu þá sem alltaf stóð til að reka. Það er margþætt menningarstarfsemi og kennsla. Hann segist ætla að opna húsið fyrir öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér islam og í öndvegi verði að koma á friði milli allra. Þá verður einnig bænahald stundað í húsinu, en það verði ekki stór þáttur, heldur sem liður í menningarstarfseminni.Iman Seddeeq ræðir við fjölmiðlafólk í morgun, við Ýmishúsið, reiður og sár.visir/birgiroEn, hvernig er hann til kominn, þessi ágreiningur? Karim segir í raun engan skilja það, þetta snúist í raun og veru um þvermóðsku eins manns. Nefnilega Seddeeq imans.Seddeeq ósveigjanlegur og óbilgjarn „Hann var algerlega fastur í sínum hugmyndaheimi og þoldi engar málamiðlanir. Allt varð að vera eftir hans höfði og hann sparkaði mér út af því að ég vildi ekki sætta mig við það; vildi ekki fylgja vilja hans í einu og öllu,“ segir Karim. Hann lýsir ástandinu sem óþolandi, lítill hópur, sem aðeins taldi um tíu til tólf manns fylgdi Seddeeq að málum en það búa 2000 manns á Íslandi. Þeim var haldið utan húss sem ætlað er að hýsa þjónustu sem snýr að öllum þeim hópi, og gott betur. „Það gengur ekki að tíu til tólf leggi undir sig bygginguna. Þetta er fyrir alla múslíma,“ segir Karim. Hann lýsir því að ekki hafi verið kosið um eitt né neitt heldur var þetta algerlega undir hæl Seddeeqs ímans, sem breytti húsinu í mosku. Eins og áður sagði þá fagnar Karim ekki, þó hann og hans menn hafi haft sigur í þessu stríði; hann óttast að ímyndin hafi beðið hnekki. Tengdar fréttir Lásasmiður mætti andspyrnu múslima við Ýmishúsið Fjölmenn lið lögreglu mætti á svæðið þar sem átti að bera Menningarsetur múslima úr húsinu. 1. júní 2016 10:15 Hnefar á lofti við Ýmishúsið: Lögreglumenn á sokkunum þurftu að snúa niður mann Félagi í Menningarsetri múslima réðst á framkvæmdastjóra Stofnunar múslima á Íslandi í morgun. 1. júní 2016 12:06 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira
Karim Askari er framkvæmdastjóri Stofnunar múslíma sem eftir um tvo tíma fær lyklavöldin að Ýmishúsinu. Átök voru í morgun um yfirráðin en í kjölfar þess að héraðsdómur samþykkti kröfu um útburð lá fyrir að Askari og hans menn hefðu fullan rétt á að stjórna starfsemi í húsinu, ekki Ahmad Seddeeq iman menningarsetursins og hópur honum tengdur. Þurfti fulltingi lögreglu til að svo gæti orðið, að lásasmiður kæmist að húsinu. Og einn úr hópnum réðst á Karim Askari.Seddeeq er svekktur, sár og reiður Vísir ræddi við Karim nú rétt í þessu. Hann sagðist vera dapur, taldi ímynd múslima hafa orðið fyrir hnekki og það gerði hann hryggan. Karim taldi ekki á það bætandi; að hægt væri að tengja ástandið í miðausturlöndum við átök á Íslandi. Og hann óttast að þeirri hugmynd geti vaxið fiskur um hrygg að múslimum væri ómögulegt að búa við þær reglur sem gilda í hverju landi.Hópurinn sem ekki vildi afhenda lyklavöldin að Ýmishúsinu hafði komið þessum skiltum fyrir við húsið, og ljóst að þá grunar Karim og hans menn um græsku.visir/birgiroBlaðamaður Fréttablaðsins tók Seddeeq tali í morgun og var hann þá svekktur og sár. Og mjög reiður. Hann vísaði til þess að gerður hafi verið leigusamningur 20. desember 2012 til tíu ára. En, næsta dag var gerður annar samningur sem ógilti niðurstöðuna fyrri samninginn. Héraðsdómur féllst á það samkvæmt meginreglum samningaréttar. Samningurinn var mjög hagstæður og kvað á um tíu þúsund krónur í húsaleigu á mánuði.Margvísleg menningarstarfsemi fyrirhuguð í húsinu Karim segir að nú standi til að reka starfsemi í Ýmishúsinu þá sem alltaf stóð til að reka. Það er margþætt menningarstarfsemi og kennsla. Hann segist ætla að opna húsið fyrir öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér islam og í öndvegi verði að koma á friði milli allra. Þá verður einnig bænahald stundað í húsinu, en það verði ekki stór þáttur, heldur sem liður í menningarstarfseminni.Iman Seddeeq ræðir við fjölmiðlafólk í morgun, við Ýmishúsið, reiður og sár.visir/birgiroEn, hvernig er hann til kominn, þessi ágreiningur? Karim segir í raun engan skilja það, þetta snúist í raun og veru um þvermóðsku eins manns. Nefnilega Seddeeq imans.Seddeeq ósveigjanlegur og óbilgjarn „Hann var algerlega fastur í sínum hugmyndaheimi og þoldi engar málamiðlanir. Allt varð að vera eftir hans höfði og hann sparkaði mér út af því að ég vildi ekki sætta mig við það; vildi ekki fylgja vilja hans í einu og öllu,“ segir Karim. Hann lýsir ástandinu sem óþolandi, lítill hópur, sem aðeins taldi um tíu til tólf manns fylgdi Seddeeq að málum en það búa 2000 manns á Íslandi. Þeim var haldið utan húss sem ætlað er að hýsa þjónustu sem snýr að öllum þeim hópi, og gott betur. „Það gengur ekki að tíu til tólf leggi undir sig bygginguna. Þetta er fyrir alla múslíma,“ segir Karim. Hann lýsir því að ekki hafi verið kosið um eitt né neitt heldur var þetta algerlega undir hæl Seddeeqs ímans, sem breytti húsinu í mosku. Eins og áður sagði þá fagnar Karim ekki, þó hann og hans menn hafi haft sigur í þessu stríði; hann óttast að ímyndin hafi beðið hnekki.
Tengdar fréttir Lásasmiður mætti andspyrnu múslima við Ýmishúsið Fjölmenn lið lögreglu mætti á svæðið þar sem átti að bera Menningarsetur múslima úr húsinu. 1. júní 2016 10:15 Hnefar á lofti við Ýmishúsið: Lögreglumenn á sokkunum þurftu að snúa niður mann Félagi í Menningarsetri múslima réðst á framkvæmdastjóra Stofnunar múslima á Íslandi í morgun. 1. júní 2016 12:06 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira
Lásasmiður mætti andspyrnu múslima við Ýmishúsið Fjölmenn lið lögreglu mætti á svæðið þar sem átti að bera Menningarsetur múslima úr húsinu. 1. júní 2016 10:15
Hnefar á lofti við Ýmishúsið: Lögreglumenn á sokkunum þurftu að snúa niður mann Félagi í Menningarsetri múslima réðst á framkvæmdastjóra Stofnunar múslima á Íslandi í morgun. 1. júní 2016 12:06