Karlaheimur Stefán Máni skrifar 5. desember 2013 06:00 Einu sinni sem oftar fór ég með bílinn á dekkjaverkstæði. Ef til er erkitýpískur karlastaður þá komast verkstæði ansi nærri því. Þegar ég kom inn í afgreiðsluna voru tveir aðrir viðskiptavinir að bíða þess að röðin kæmi að þeim, karl og kona. Svo bættist enn einn karlinn við. Karlinn sem var á undan mér fékk afgreiðslu, röðin var sem sagt komin að konunni. Hún stóð pen og stillt upp við vegg, næstum inni í horni, og beið þolinmóð. En þegar afgreiðslumaðurinn birtist beinir hann athyglinni að mér en ekki konunni. „Ég er ekki næstur,“ segi ég en hef varla sleppt orðinu þegar sá sem er á eftir mér í röðinni nær athygli afgreiðslumannsins. Konan fórnar höndum en enginn tekur eftir því. Þegar afgreiðslumaðurinn ætlaði svo að afgreiða mig næst þurfti ég að benda honum kurteislega á konuna, sem var orðin rauð í framan af reiði eða skömm. Þetta er örugglega ekki mest sláandi saga sem heyrst hefur um kynbundið ofbeldi, enda langt frá því að vera safarík – ekkert blóð, engir marblettir, ekki einu sinni brotin sál eða tár á vanga. En þetta atvik opnaði augu mín, ég fór að horfa öðruvísi í kringum mig. Það sem ég sá var ekki óframfærin kona eða dónalegur karl heldur birtingarmynd hugarfars – ég sá hvernig karlar hugsa ómeðvitað, hvernig þeir hegða sér, og ég sá stað konunnar í heimi karla, þögla og ósýnilega inni í horni. Ég fór að sjá þessa sömu hegðun alls staðar – karlar ota sér fram, vaða yfir allt og alla, á meðan konur stíga til hliðar, sýna þolinmæði og kyngja niðurlægingunni. Svo ég alhæfi: Karlar eru agressívir og konur passívar. Við erum Homer Simpson, þið eruð Marge. Ég er karl, ég er líka svona í eðli mínu, en eftir að hafa áttað mig á því fór ég að breyta hegðun minni meðvitað.Kvenleg gildi í hávegum Hvað er ég að segja? Að dónaskapur sé ofbeldi og að jafnrétti kynjanna felist í að sýna tillitssemi? Eigum við að fara aftur að opna bíldyr og tríta dömurnar eins og prinsessurnar sem þær eru? Nei, það er ekki málið. Það væri bara óskandi að karlmenn átti sig á að þeir eru yfirgangssamir og að frekja þeirra bitnar á öðrum. Sá freki á ekki að hafa forgang, hans skoðanir eru ekki endilega réttar og hans aðferð ekki sú besta. Við lifum í karlaheimi. Karlar eru með hærri laun, þeir stjórna fyrirtækjum og leiða þjóðir. Þeirra aðferð er að tala hátt, gera lítið úr andstæðingum og standa við þvermóðskulegar skoðanir sínar hvort sem þær eru réttar eða rangar. Þær fáu konur sem komast að hafa tileinkað sér meira eða minna leikreglur og hugsanagang karla – t.d. Margaret Thatcher. Ég vil frekar sjá kvenleg gildi í hávegum. Ég vil sjá fyrirtæki, borg eða landi stjórnað af skynsemi, heilindum og af varfærni. „Boring!“ segir Homer Simpson. En konur fara ekki í stríð! Í karlaheiminum eiga konur að hlýða, þær þurfa að þola niðurlægingu, ofbeldi og skömm. Auk þess að vera ósýnilegar á dekkjaverkstæðum, nema þær séu naktar á dagatali uppi á vegg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Einu sinni sem oftar fór ég með bílinn á dekkjaverkstæði. Ef til er erkitýpískur karlastaður þá komast verkstæði ansi nærri því. Þegar ég kom inn í afgreiðsluna voru tveir aðrir viðskiptavinir að bíða þess að röðin kæmi að þeim, karl og kona. Svo bættist enn einn karlinn við. Karlinn sem var á undan mér fékk afgreiðslu, röðin var sem sagt komin að konunni. Hún stóð pen og stillt upp við vegg, næstum inni í horni, og beið þolinmóð. En þegar afgreiðslumaðurinn birtist beinir hann athyglinni að mér en ekki konunni. „Ég er ekki næstur,“ segi ég en hef varla sleppt orðinu þegar sá sem er á eftir mér í röðinni nær athygli afgreiðslumannsins. Konan fórnar höndum en enginn tekur eftir því. Þegar afgreiðslumaðurinn ætlaði svo að afgreiða mig næst þurfti ég að benda honum kurteislega á konuna, sem var orðin rauð í framan af reiði eða skömm. Þetta er örugglega ekki mest sláandi saga sem heyrst hefur um kynbundið ofbeldi, enda langt frá því að vera safarík – ekkert blóð, engir marblettir, ekki einu sinni brotin sál eða tár á vanga. En þetta atvik opnaði augu mín, ég fór að horfa öðruvísi í kringum mig. Það sem ég sá var ekki óframfærin kona eða dónalegur karl heldur birtingarmynd hugarfars – ég sá hvernig karlar hugsa ómeðvitað, hvernig þeir hegða sér, og ég sá stað konunnar í heimi karla, þögla og ósýnilega inni í horni. Ég fór að sjá þessa sömu hegðun alls staðar – karlar ota sér fram, vaða yfir allt og alla, á meðan konur stíga til hliðar, sýna þolinmæði og kyngja niðurlægingunni. Svo ég alhæfi: Karlar eru agressívir og konur passívar. Við erum Homer Simpson, þið eruð Marge. Ég er karl, ég er líka svona í eðli mínu, en eftir að hafa áttað mig á því fór ég að breyta hegðun minni meðvitað.Kvenleg gildi í hávegum Hvað er ég að segja? Að dónaskapur sé ofbeldi og að jafnrétti kynjanna felist í að sýna tillitssemi? Eigum við að fara aftur að opna bíldyr og tríta dömurnar eins og prinsessurnar sem þær eru? Nei, það er ekki málið. Það væri bara óskandi að karlmenn átti sig á að þeir eru yfirgangssamir og að frekja þeirra bitnar á öðrum. Sá freki á ekki að hafa forgang, hans skoðanir eru ekki endilega réttar og hans aðferð ekki sú besta. Við lifum í karlaheimi. Karlar eru með hærri laun, þeir stjórna fyrirtækjum og leiða þjóðir. Þeirra aðferð er að tala hátt, gera lítið úr andstæðingum og standa við þvermóðskulegar skoðanir sínar hvort sem þær eru réttar eða rangar. Þær fáu konur sem komast að hafa tileinkað sér meira eða minna leikreglur og hugsanagang karla – t.d. Margaret Thatcher. Ég vil frekar sjá kvenleg gildi í hávegum. Ég vil sjá fyrirtæki, borg eða landi stjórnað af skynsemi, heilindum og af varfærni. „Boring!“ segir Homer Simpson. En konur fara ekki í stríð! Í karlaheiminum eiga konur að hlýða, þær þurfa að þola niðurlægingu, ofbeldi og skömm. Auk þess að vera ósýnilegar á dekkjaverkstæðum, nema þær séu naktar á dagatali uppi á vegg.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun