Karlar í lögreglunni vantreysta konunum Stígur Helgason skrifar 16. október 2013 07:00 Konur eru rúmlega tíu prósent lögreglumanna á landinu. Myndin er úr safni. Algengt er að karlar sem sinna starfi lögreglumanna treysti ekki kvenkyns samstarfsmönnum sínum til jafns á við kynbræður sína og séu ekki tilbúnir að viðurkenna þær sem jafningja sína í starfi. Þetta er á meðal niðurstaðna rannsóknar sem Ríkislögreglustjóri lét vinna í samstarfi við kynjafræðideild Háskóla Íslands og ber yfirskriftina „Vinnumenning og kynjatengsl lögreglunnar: Af hverju eru konur svo fámennar meðal lögreglumanna.“ „Íhaldssömustu viðhorfin koma frá yngsta aldurshópnum, 20 til 29 ára. Þeirra viðhorf er mun íhaldssamara en þeirra sem eldri eru, sem er reyndar í takt við aðrar rannsóknir um jafnréttismál,“ segir Finnborg Salome Steinþórsdóttir, sem vann rannsóknina undir leiðsögn Gyðu Margrétar Pétursdóttur lektors.Finnborg Salome SteinþórsdóttirSkýrsla með niðurstöðum rannsóknarinnar, sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna, verður gerð opinber í dag. Hún er um 150 blaðsíður að lengd. Rannsóknin, sem tók þrjá mánuði, fól í sér að staða kvenna innan lögreglunnar var kortlögð með gögnum frá lögregluembættum, spurningalisti var lagður fyrir alla lögreglumenn í maí og viðtöl tekin við fyrrverandi lögreglukonur. Innan við 13 prósent lögreglumanna í dag eru konur, og þær hafa verið á bilinu 11 til 13 prósent síðan árið 2006. Á sama tíma hafa konur hins vegar verið á bilinu 17 til 33 prósent brautskráðra nemenda frá Lögregluskólanum, sem þýðir að brotthvarf kvenna úr lögreglunni er mikið. „Árið 2010, til dæmis, óskaði ein af hverjum tíu lögreglukonum eftir lausn frá embætti,“ segir Finnborg, sem heldur fyrirlestur upp úr rannsóknarniðurstöðunum í Lögbergi í hádeginu í dag ásamt Gyðu Margréti. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Algengt er að karlar sem sinna starfi lögreglumanna treysti ekki kvenkyns samstarfsmönnum sínum til jafns á við kynbræður sína og séu ekki tilbúnir að viðurkenna þær sem jafningja sína í starfi. Þetta er á meðal niðurstaðna rannsóknar sem Ríkislögreglustjóri lét vinna í samstarfi við kynjafræðideild Háskóla Íslands og ber yfirskriftina „Vinnumenning og kynjatengsl lögreglunnar: Af hverju eru konur svo fámennar meðal lögreglumanna.“ „Íhaldssömustu viðhorfin koma frá yngsta aldurshópnum, 20 til 29 ára. Þeirra viðhorf er mun íhaldssamara en þeirra sem eldri eru, sem er reyndar í takt við aðrar rannsóknir um jafnréttismál,“ segir Finnborg Salome Steinþórsdóttir, sem vann rannsóknina undir leiðsögn Gyðu Margrétar Pétursdóttur lektors.Finnborg Salome SteinþórsdóttirSkýrsla með niðurstöðum rannsóknarinnar, sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna, verður gerð opinber í dag. Hún er um 150 blaðsíður að lengd. Rannsóknin, sem tók þrjá mánuði, fól í sér að staða kvenna innan lögreglunnar var kortlögð með gögnum frá lögregluembættum, spurningalisti var lagður fyrir alla lögreglumenn í maí og viðtöl tekin við fyrrverandi lögreglukonur. Innan við 13 prósent lögreglumanna í dag eru konur, og þær hafa verið á bilinu 11 til 13 prósent síðan árið 2006. Á sama tíma hafa konur hins vegar verið á bilinu 17 til 33 prósent brautskráðra nemenda frá Lögregluskólanum, sem þýðir að brotthvarf kvenna úr lögreglunni er mikið. „Árið 2010, til dæmis, óskaði ein af hverjum tíu lögreglukonum eftir lausn frá embætti,“ segir Finnborg, sem heldur fyrirlestur upp úr rannsóknarniðurstöðunum í Lögbergi í hádeginu í dag ásamt Gyðu Margréti.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira