Innlent

Karlmaður illa haldinn eftir hnífsstungu í nótt

Karlmaður á fertugsaldri gengst nú undir aðgerð á Landsspítalanum eftir hnífstungu, sem honum var veitt í Kópavogi á fjórða tímanum í nótt.

Það bendir því allt til að stungan hafi verið djúp og hættuleg, og rannsakar lögregla málið sem mjög alvarlega árás.

Lögregla var kölluð til vegna slagsmála fyrir utan fjölbýlishús í austurbæ Kópavogs laust fyrir klukkan fjögur í nótt og kom þá í ljós að maðurinn hafði verið stunginn í síðuna auk þess sem hann var með skurði víðar á líkamanum.

Þegar var kallað eftir sjúkrabíl og maðurinn fluttur á slysadeild. Rúmlega tvítugur karlmaður og jafnaldra hans voru handtekin á vettvangi og eru nú í vörslu lögreglu. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×