Innlent

Karlmaður lést á Litla - Hrauni

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Karlmaður á fimmtugsaldri sem vistaður var í fangelsinu að Litla - Hrauni lést í klefa sínum um átta leytið í gærkvöld. Maðurinn átti erfitt með að anda þegar hann óskaði eftir aðstoð fangavarða. Kallað var eftir sjúkrabíl og lækni og lífgunartilraunir voru hafnar en án árangurs og var maðurinn því úrskurðaður látinn stuttu seinna.

Maðurinn hafði einungis dvalið í klefa sínum í einn sólarhring þegar hann lést. Dánarorsök liggur ekki fyrir, en búast má við því að maðurinn verði krufinn eins og venja er þegar svipleg fráföll verða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×