Innlent

Kassastrákur kærði formann VR til jafnréttisnefndar

Akureyri.
Akureyri.
Kassastrákurinn Hallur Reynisson hefur kært sextán fyrirtæki til kærunefndar jafnréttismála og að auki formann VR, Stefán Einar Stefánsson og yfirmann sinn, Gunnar Inga Sigurðsson, framkvæmdastjóra Hagkaupa.

Hallur er tvítugur starfsmaður í Hagkaup á Akureyri og sendi tilkynningu til fjölmiðla að hann væri jafnréttissinni, því gæti hann ekki setið hjá og fylgst með þegar konur fengu 10% afslátt þegar þær versluðu í Hagkaup.

Í rökstuðningi sínum segir hann þetta álíka fjarstæðu og að veita viðskiptavinum afslátt á grundvelli litarháttar, kynhneigðar, trúarskoðana og svo framvegis.

Hallur sendi kæruna inn í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×