Viðskipti innlent

Kaupmáttur rýrnaði um 27%

Ráðstöfunartekjur fólks hafa minnkað mikið á síðustu árum og þeir sem eru með börn á framfæri, leigja eða skulda húsnæði hafa 27 prósentum minna milli handanna.
Ráðstöfunartekjur fólks hafa minnkað mikið á síðustu árum og þeir sem eru með börn á framfæri, leigja eða skulda húsnæði hafa 27 prósentum minna milli handanna. fréttablaðið/vilhelm
Kaupmáttur launa hefur rýrnað um 7,5 prósent frá árinu 2007. Launavísitalan hefur hækkað um 33 prósent frá árinu 2007 en á sama tíma hefur almennt verðlag hækkað um 44 prósent.

Uppsafnaður kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur hins vegar minnkað um 27,4 prósent á árunum 2007 til 2010, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Hilmar Ögmundsson, hagfræðingur BSRB, hélt erindi um þróun launa og ráðstöfunartekna á trúnaðarmannaráðsfundi SFR í síðustu viku þar sem þetta kom fram.

Ástæður þessarar rýrnunar ráðstöfunartekna eru meðal annars skattahækkanir og breytingar á skattakerfinu. Persónuafsláttur hefur ekki fylgt launahækkunum, bætur hafa verið frystar eða lækkaðar og gjöld hækkuð. Útborguð laun félagsmanna SFR rýrnuðu um rúm 13 prósent á árunum 2007 til 2011. Rýrnun kaupmáttarins er mismunandi eftir hópum, því fólk sem er með börn á framfæri, leigir eða skuldar húsnæði varð fyrir kaupmáttarrýrnun upp á rúm 27 prósent en aðrir upp á rúm 12 prósent. - þeb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×