Kaupmenn við Skólavörðustíg ósáttir með sumarlokun Höskuldur Kári Schram skrifar 11. maí 2016 18:45 Mikil óánægja er meðal kaupmanna við Skólavörðustíg í Reykjavík með lokun gatna í miðborginni. Þeir gagnrýna borgaryfirvöld fyrir samráðsleysi segjast þegar finna fyrir samdrætti í komu viðskiptavina. Lokunin tók gildi um síðustu mánaðamót og stendur til 1. október næstkomandi eða í fimm mánuði. Pósthústræti er orðin göngugata sem og Austurstræti. Þá hefur Laugavegi frá Vatnsstíg að Bankastræti verið lokað og neðri hluta Skólavörðustígs. Kaupmenn við Skólavörðustíg eru afar ósáttir með þessa lokun og telja að með henni sé verið að draga úr aðgengi almennings að götunni sem síðan hafi mjög slæm áhrif á verslunarrekstur. „Mér finnst þessi lokun grafalvarleg. Mér finnst hún alltof löng. Það er búið að lengja lokunina um marga mánuði og í rauninni lítið um samráð við fólk hérna sem er að reka bæði verslanir og þjónustu,“ segir Heiða Lára Aðalsteinsdóttir eigandi Boutique Bella. Rúmlega 20 kaupmenn við Skólavörðustíg hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem þessari lokun er mótmælt. Ófeigur Björnsson gullsmiður segist þegar finna fyrir samdrætti í komu viðskiptavina. „Já þeir lokuðu núna 1. maí og salan hefur dregist verulega saman,“ segir Ófeigur. Samtök verslunar og þjónustu ætla að funda með borgaryfirvöldum á morgun vegna málsins. Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir að kannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum sýni að borgarbúar og verslunareigendur í miðborginni séu almennt ánægðir með þessar lokanir. „Mér finnst mikilvægt að borgarbúar almennt viti það að þetta hefur gengið mjög vel. Mikill meirihluti rekstraraðila hefur verið ánægður með þetta fyrirkomulag,“ segir Hjálmar. Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Mikil óánægja er meðal kaupmanna við Skólavörðustíg í Reykjavík með lokun gatna í miðborginni. Þeir gagnrýna borgaryfirvöld fyrir samráðsleysi segjast þegar finna fyrir samdrætti í komu viðskiptavina. Lokunin tók gildi um síðustu mánaðamót og stendur til 1. október næstkomandi eða í fimm mánuði. Pósthústræti er orðin göngugata sem og Austurstræti. Þá hefur Laugavegi frá Vatnsstíg að Bankastræti verið lokað og neðri hluta Skólavörðustígs. Kaupmenn við Skólavörðustíg eru afar ósáttir með þessa lokun og telja að með henni sé verið að draga úr aðgengi almennings að götunni sem síðan hafi mjög slæm áhrif á verslunarrekstur. „Mér finnst þessi lokun grafalvarleg. Mér finnst hún alltof löng. Það er búið að lengja lokunina um marga mánuði og í rauninni lítið um samráð við fólk hérna sem er að reka bæði verslanir og þjónustu,“ segir Heiða Lára Aðalsteinsdóttir eigandi Boutique Bella. Rúmlega 20 kaupmenn við Skólavörðustíg hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem þessari lokun er mótmælt. Ófeigur Björnsson gullsmiður segist þegar finna fyrir samdrætti í komu viðskiptavina. „Já þeir lokuðu núna 1. maí og salan hefur dregist verulega saman,“ segir Ófeigur. Samtök verslunar og þjónustu ætla að funda með borgaryfirvöldum á morgun vegna málsins. Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir að kannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum sýni að borgarbúar og verslunareigendur í miðborginni séu almennt ánægðir með þessar lokanir. „Mér finnst mikilvægt að borgarbúar almennt viti það að þetta hefur gengið mjög vel. Mikill meirihluti rekstraraðila hefur verið ánægður með þetta fyrirkomulag,“ segir Hjálmar.
Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent