Viðskipti innlent

Kaupþing fékk 500 milljónir evra að láni hjá Seðlabankanum

Lánið sem Kaupþing tók hjá Seðlabanka Íslands var tekið í dag og er að upphæð 500 milljón evra, samkvæmt heimildum Vísis. Lánið var veitt bankanum gegn veði í FIH bankanum danska.

Í drögum að því frumvarpi sem lagt var fram í dag og birt var á heimasíðu Ríkisútvarpsins er getið um bráðabirgðaákvæði þar sem Seðlabanka er gert heimilt að eiga hlutabréf í FIH bankanum. Heimildinni var ætlað að gilda í tvö ár frá gildistöku laganna.

Í frumvarpinu sem prentað var upp og dreift á Alþingi er hins vegar ekkert minnst á bráðabigðaákvæðið. Þegar Geir Haarde var spurður út í málið á blaðamannafundi klukkan sex í dag vildi hann ekkert tjá sig um málið og sagði ekki við hæfi að hann tjáði sig um lánamál Seðlabankans.

Hann sagðist einnig telja að einhver mistök hafi orðið þegar drögin voru skrifuð, því ekkert sé minnst á ákvæðið í frumvarpinu sem dreift var á Alþingi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×