Kenna foreldrum um tafir á byggingu nýs skólahúss Þorgeir Helgason skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Dagur B. Eggertsson tók fyrstu skóflustunguna að nýrri viðbyggingu Vesturbæjarskóla í fyrrasumar. vísir/vilhelm Framkvæmdir við viðbyggingu Vesturbæjarskóla hafa tafist um rúmlega ár. Áætlað var að hefja skólahald í viðbyggingunni haustið 2017 en nú er ljóst að það hefst aldrei fyrr en haustið 2018. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að breyta hafi þurft teikningum til að koma til móts við óskir foreldra en það hafi tekið óþarflega langan tíma. „Ég var lengi formaður foreldrafélagsins og okkur var lofað samráði við hönnun viðbyggingarinnar. Haustið 2014 var stofnaður samráðshópur foreldra til þess að taka þátt í vinnunni. Við vorum hins vegar aldrei kölluð á fund með borgaryfirvöldum. Okkar upplifun var að borgin vildi ekki afskipti foreldra af framkvæmdinni,“ segir Dalla Jóhannsdóttir, foreldri barns í Vesturbæjarskóla.Dalla Jóhannsdóttir, foreldri barns í Vesturbæjarskóla, er hér til vinstri.vísir/anton brinkSíðasta sumar tók Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fyrstu skóflustungurnar að viðbyggingunni. Byggingin mun hýsa hátíðarsal, eldhús og kennslustofur og á að mæta brýnni þörf vegna aukins fjölda nemenda í Vesturbæjarskóla. Jarðvegsframkvæmdir vegna viðbyggingarinnar hófust í fyrrahaust og við þær misstu nemendur helminginn af útisvæði sínu. Dalla segir að upphaflega hafi átt að nota sumarfríið í fyrra til þess að vinna jarðvegsvinnuna á skólalóðinni. Það hafi ekki tekist og framkvæmdirnar hafist á fyrsta skóladegi í fyrra sem hafði í för með sér að mikil læti voru á skólasvæðinu í nokkrar vikur. „Teikningin á viðbyggingunni var klár og við buðum út jarðvinnuna til þess að spara tíma. Það sem gerðist svo var að hönnunin var tekin til endurskoðunar að beiðni foreldrafélagsins sem varð til þess að verkið tafðist. Óskin um endurskoðun kom ekki upp fyrr en eftir að við vorum byrjuð á jarðvinnunni og það hefði verið sérkennilegt að fara að moka ofan í holuna aftur. Við ákváðum því að halda áfram með verkið,“ segir Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri mannvirkjaskrifstofu Reykjavíkurborgar. „Þetta er ömurlegt, lóðin er mjög lítil og það er lítið sigrúm fyrir börnin á lóðinni. Við erum mjög hissa á því að ráðist hafi verið í jarðvegsvinnuna strax þegar teikningarnar voru ekki einu sinni tilbúnar,“ segir Dalla. Áætlað er að bygging viðbyggingarinnar hefjist eftir áramót og taki eitt og hálft ár í smíðum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Framkvæmdir við viðbyggingu Vesturbæjarskóla hafa tafist um rúmlega ár. Áætlað var að hefja skólahald í viðbyggingunni haustið 2017 en nú er ljóst að það hefst aldrei fyrr en haustið 2018. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að breyta hafi þurft teikningum til að koma til móts við óskir foreldra en það hafi tekið óþarflega langan tíma. „Ég var lengi formaður foreldrafélagsins og okkur var lofað samráði við hönnun viðbyggingarinnar. Haustið 2014 var stofnaður samráðshópur foreldra til þess að taka þátt í vinnunni. Við vorum hins vegar aldrei kölluð á fund með borgaryfirvöldum. Okkar upplifun var að borgin vildi ekki afskipti foreldra af framkvæmdinni,“ segir Dalla Jóhannsdóttir, foreldri barns í Vesturbæjarskóla.Dalla Jóhannsdóttir, foreldri barns í Vesturbæjarskóla, er hér til vinstri.vísir/anton brinkSíðasta sumar tók Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fyrstu skóflustungurnar að viðbyggingunni. Byggingin mun hýsa hátíðarsal, eldhús og kennslustofur og á að mæta brýnni þörf vegna aukins fjölda nemenda í Vesturbæjarskóla. Jarðvegsframkvæmdir vegna viðbyggingarinnar hófust í fyrrahaust og við þær misstu nemendur helminginn af útisvæði sínu. Dalla segir að upphaflega hafi átt að nota sumarfríið í fyrra til þess að vinna jarðvegsvinnuna á skólalóðinni. Það hafi ekki tekist og framkvæmdirnar hafist á fyrsta skóladegi í fyrra sem hafði í för með sér að mikil læti voru á skólasvæðinu í nokkrar vikur. „Teikningin á viðbyggingunni var klár og við buðum út jarðvinnuna til þess að spara tíma. Það sem gerðist svo var að hönnunin var tekin til endurskoðunar að beiðni foreldrafélagsins sem varð til þess að verkið tafðist. Óskin um endurskoðun kom ekki upp fyrr en eftir að við vorum byrjuð á jarðvinnunni og það hefði verið sérkennilegt að fara að moka ofan í holuna aftur. Við ákváðum því að halda áfram með verkið,“ segir Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri mannvirkjaskrifstofu Reykjavíkurborgar. „Þetta er ömurlegt, lóðin er mjög lítil og það er lítið sigrúm fyrir börnin á lóðinni. Við erum mjög hissa á því að ráðist hafi verið í jarðvegsvinnuna strax þegar teikningarnar voru ekki einu sinni tilbúnar,“ segir Dalla. Áætlað er að bygging viðbyggingarinnar hefjist eftir áramót og taki eitt og hálft ár í smíðum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira