Kennari í Verzló gantast með nemendur sína á Facebook Kjartan Atli Kjartansson skrifar 12. maí 2014 17:31 Sigurður Eggertsson er raungreinakennari við Verzlunarskóla Íslands. vísir/gva Sigurður Eggertsson, raungreinakennari við Verzlunarskóla Íslands, hefur undanfarna daga birt svör nemenda sinna við spurningum á prófum á opinni Facebook-síðu sinni. Svörin hafa vakið mikla athygli og töluverður fjöldi hefur skilið eftir athugasemdir þar sem gert er lítið úr svörum nemenda Sigurðar.Ingi Ólafsson, skólameistari Verzlunarskólans, segir þetta framtak Sigurðar vera einstaklega barnalegt og kjánalegt. Hann hafði ekki heyrt af þessu framtaki Sigurðar, fyrr en blaðamaður benti honum á málið. „Ég mun sko fara beint í að ræða við manninn. Ég skil hreinlega ekki hvað vakir fyrir honum að gera svona. Þetta er mjög illa gert gagnvart þeim nemendum sem verða fyrir barðinu á þessu.“Opin Facebook-síða Nöfn nemenda fylgja ekki með birtingu svaranna, en lítið mál er fyrir nemendurna að sjá hvað kennaranum finnst um svör þeirra, því þau eru birt á opinni Facebook-síðu. Mikill fjöldi manns hefur smellt á „like-hnappinn“ fræga, við færslur Sigurðar. Meðal þeirra eru nemendur Verzlunarskólans. Níutíu og tveimur líkar við eina færsluna og ein athugasemdin hljóðar svo: „ Ertu farinn að kenna 2.bekk?“Algjör aulahúmor Ingi skólameistari er afar ósáttur við Sigurð. „Ég veit eiginlega ekki hvað vakir fyrir honum. Þetta er algjör aulahúmor. Þetta er algjörlega fáránlegt,“ segir hann. Alls hefur Sigurður birt fjögur svör nemenda sinna á Facebook-síðu sinni. Við eina færsluna spyr Facebook-vinur Sigurðar: „Hvaða kennari er eiginlega að kenna þessi fræði þarna.....?“ Svar Sigurðar við þeirri spurningu var vinsælt, ellefu manns hafa líkað við það. Svarið var svo: „Ég vil setja þetta alfarið á foreldrana.“Uppfært kl. 18:52 Sigurður hefur fjarlægt umræddar færslur af Facebook-síðu sinni. Í kjölfar ábendinga frá lesendum hefur Vísir einnig ákveðið að fjarlægja þær úr fréttinni. Í athugasemdakerfi Vísis biðst Sigurður afsökunar og segist harma það ef einhverjum er misboðið. Hann vildi ekki tjá sig um málið við fréttamann Vísis. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Sigurður Eggertsson, raungreinakennari við Verzlunarskóla Íslands, hefur undanfarna daga birt svör nemenda sinna við spurningum á prófum á opinni Facebook-síðu sinni. Svörin hafa vakið mikla athygli og töluverður fjöldi hefur skilið eftir athugasemdir þar sem gert er lítið úr svörum nemenda Sigurðar.Ingi Ólafsson, skólameistari Verzlunarskólans, segir þetta framtak Sigurðar vera einstaklega barnalegt og kjánalegt. Hann hafði ekki heyrt af þessu framtaki Sigurðar, fyrr en blaðamaður benti honum á málið. „Ég mun sko fara beint í að ræða við manninn. Ég skil hreinlega ekki hvað vakir fyrir honum að gera svona. Þetta er mjög illa gert gagnvart þeim nemendum sem verða fyrir barðinu á þessu.“Opin Facebook-síða Nöfn nemenda fylgja ekki með birtingu svaranna, en lítið mál er fyrir nemendurna að sjá hvað kennaranum finnst um svör þeirra, því þau eru birt á opinni Facebook-síðu. Mikill fjöldi manns hefur smellt á „like-hnappinn“ fræga, við færslur Sigurðar. Meðal þeirra eru nemendur Verzlunarskólans. Níutíu og tveimur líkar við eina færsluna og ein athugasemdin hljóðar svo: „ Ertu farinn að kenna 2.bekk?“Algjör aulahúmor Ingi skólameistari er afar ósáttur við Sigurð. „Ég veit eiginlega ekki hvað vakir fyrir honum. Þetta er algjör aulahúmor. Þetta er algjörlega fáránlegt,“ segir hann. Alls hefur Sigurður birt fjögur svör nemenda sinna á Facebook-síðu sinni. Við eina færsluna spyr Facebook-vinur Sigurðar: „Hvaða kennari er eiginlega að kenna þessi fræði þarna.....?“ Svar Sigurðar við þeirri spurningu var vinsælt, ellefu manns hafa líkað við það. Svarið var svo: „Ég vil setja þetta alfarið á foreldrana.“Uppfært kl. 18:52 Sigurður hefur fjarlægt umræddar færslur af Facebook-síðu sinni. Í kjölfar ábendinga frá lesendum hefur Vísir einnig ákveðið að fjarlægja þær úr fréttinni. Í athugasemdakerfi Vísis biðst Sigurður afsökunar og segist harma það ef einhverjum er misboðið. Hann vildi ekki tjá sig um málið við fréttamann Vísis.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira