Kennsla - geggjaðasta listgreinin Kristín Valsdóttir skrifar 20. október 2016 00:00 Fyrirsögnin hér að ofan er þekkt tilvitnun frá Magnúsi Pálssyni, myndlistarmanni og kennara til margra ára og eftir honum hefur verið haft að listkennsla sé jafnmikil list og önnur listsköpun. Hún krefjist jafn mikils sköpunarkrafts og þróttar og öll list. Þegar þrengir að í skólakerfinu virðist það ófrávíkjanleg regla að skorið er niður í list- og verkgreinakennslu. Sú hugmynd sem var viðloðandi list- og verkgreinar þegar ég var í grunnskóla og birtist í orðinu „aukagreinar“ er ótrúlega lífseig í samfélaginu. Með fullri virðingu fyrir öllum greinum og mikilvægi þess að læra að lesa, skrifa og reikna þá er mikilvægi þess að tjá sig og vinna á skapandi hátt ekki síður mikilvæg. Ekki síst í ljósi þess samfélags sem við búum í og breytist örar en nokkru sinni fyrr. Daglega birtist ný tækni og nýjar hugmyndir sem við þurfum að takast á við. Nám og kennsla verður að efla skapandi og lausnamiðaða hugsun nemenda. Ef við viljum undirbúa nemendur undir líf og starf verðum við að þroska með þeim leiðir til að takast á við síbreytilegan heim. Það verður ekki síst gert í gegnum vinnuaðferðir lista þar sem lagt er í óvissuferð og lokaniðurstaðan ekki endilega ljós fyrirfram. Börnin okkar þurfa þjálfun til að þora að taka áskorunum, reyna á sjálf sig og treysta innsæinu. Að læra það er gulls ígildi fyrir hvern sem er og nýtist við hvaða aðstæður sem er. Fyrir tveimur árum rakst ég á grein eftir bandarískan geimflaugaverkfræðing sem hafði unnið hjá NASA við hönnun á næstu kynslóð geimflauga. Meðfram vinnu sinni hafði hann tekið að sér kennslu ungmenna sem ekki hafði verið úthlutað stóra vinningnum í lífinu. Yfirskrift greinarinnar var Kennsla er engin geimvísindi, hún er miklu flóknari. Ástæða þessarar yfirskriftar skýrði hann m.a. með því að þegar hann væri að leysa verkfræðilegar þrautir þá notaði hann heilann. Þegar hann væri að kenna þyrfti hann hins vegar á öllu sínu að halda. Með hans orðum: „I use my entire being—everything I have.“Svolítið eins og listsköpun Ég gleðst yfir hverjum listamanni sem gerist kennari. Ég gleðst fyrir hönd barnanna að fá vel menntaða listamenn inn í skólastarfið sem með sérþekkingu sinni og vinnulagi geta stuðlað að fjölbreyttum kennsluháttum og innsýn inn í heim lista. Á sama tíma verðum við að sameinast um framtíð barnanna okkar og gera stórátak í skólamálum, þar með talið menntun kennara með ólíkan bakgrunn. Fyrsta skrefið í þá átt er að fella niður skólagjöld í Listaháskóla Íslands. Listkennari sem útskrifast með meistaragráðu frá Listaháskólanum hefur á núviðri greitt um 2,5 milljónir fyrir sitt fimm ára nám. Kennarar útskrifaðir frá HÍ og HA greiða 450 þúsund fyrir sitt meistaranám. Þetta er ekki jafnræði til náms, hvorki fyrir kennaranemana né tilvonandi nemendur þeirra. Framtíð okkar sem samfélags er í húfi. Öll viljum við búa börnunum okkar góð menntunarskilyrði. Það gerist ekki af sjálfu sér. Það er krafa okkar að stjórnvöld setji mennta- og menningarmál í flokk forgangsmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin hér að ofan er þekkt tilvitnun frá Magnúsi Pálssyni, myndlistarmanni og kennara til margra ára og eftir honum hefur verið haft að listkennsla sé jafnmikil list og önnur listsköpun. Hún krefjist jafn mikils sköpunarkrafts og þróttar og öll list. Þegar þrengir að í skólakerfinu virðist það ófrávíkjanleg regla að skorið er niður í list- og verkgreinakennslu. Sú hugmynd sem var viðloðandi list- og verkgreinar þegar ég var í grunnskóla og birtist í orðinu „aukagreinar“ er ótrúlega lífseig í samfélaginu. Með fullri virðingu fyrir öllum greinum og mikilvægi þess að læra að lesa, skrifa og reikna þá er mikilvægi þess að tjá sig og vinna á skapandi hátt ekki síður mikilvæg. Ekki síst í ljósi þess samfélags sem við búum í og breytist örar en nokkru sinni fyrr. Daglega birtist ný tækni og nýjar hugmyndir sem við þurfum að takast á við. Nám og kennsla verður að efla skapandi og lausnamiðaða hugsun nemenda. Ef við viljum undirbúa nemendur undir líf og starf verðum við að þroska með þeim leiðir til að takast á við síbreytilegan heim. Það verður ekki síst gert í gegnum vinnuaðferðir lista þar sem lagt er í óvissuferð og lokaniðurstaðan ekki endilega ljós fyrirfram. Börnin okkar þurfa þjálfun til að þora að taka áskorunum, reyna á sjálf sig og treysta innsæinu. Að læra það er gulls ígildi fyrir hvern sem er og nýtist við hvaða aðstæður sem er. Fyrir tveimur árum rakst ég á grein eftir bandarískan geimflaugaverkfræðing sem hafði unnið hjá NASA við hönnun á næstu kynslóð geimflauga. Meðfram vinnu sinni hafði hann tekið að sér kennslu ungmenna sem ekki hafði verið úthlutað stóra vinningnum í lífinu. Yfirskrift greinarinnar var Kennsla er engin geimvísindi, hún er miklu flóknari. Ástæða þessarar yfirskriftar skýrði hann m.a. með því að þegar hann væri að leysa verkfræðilegar þrautir þá notaði hann heilann. Þegar hann væri að kenna þyrfti hann hins vegar á öllu sínu að halda. Með hans orðum: „I use my entire being—everything I have.“Svolítið eins og listsköpun Ég gleðst yfir hverjum listamanni sem gerist kennari. Ég gleðst fyrir hönd barnanna að fá vel menntaða listamenn inn í skólastarfið sem með sérþekkingu sinni og vinnulagi geta stuðlað að fjölbreyttum kennsluháttum og innsýn inn í heim lista. Á sama tíma verðum við að sameinast um framtíð barnanna okkar og gera stórátak í skólamálum, þar með talið menntun kennara með ólíkan bakgrunn. Fyrsta skrefið í þá átt er að fella niður skólagjöld í Listaháskóla Íslands. Listkennari sem útskrifast með meistaragráðu frá Listaháskólanum hefur á núviðri greitt um 2,5 milljónir fyrir sitt fimm ára nám. Kennarar útskrifaðir frá HÍ og HA greiða 450 þúsund fyrir sitt meistaranám. Þetta er ekki jafnræði til náms, hvorki fyrir kennaranemana né tilvonandi nemendur þeirra. Framtíð okkar sem samfélags er í húfi. Öll viljum við búa börnunum okkar góð menntunarskilyrði. Það gerist ekki af sjálfu sér. Það er krafa okkar að stjórnvöld setji mennta- og menningarmál í flokk forgangsmála.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun