Kerecis fékk lykilinn að 120 milljarða markaði Svavar Hávarðsson skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Árlega eru framkvæmdar 100.000 aflimanir í BNA vegna sára sem ekki gróa, m.a. hjá sykursjúkum. Mynd/Kerecis Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur viðurkennt vöru ísfirska lækningavörufyrirtækisins Kerecis. Vara Kerecis, sem er úr þorskroði og ætluð til að meðhöndla þrálát sár, er því orðin gjaldgeng hjá félagslega hluta bandaríska heilbrigðiskerfisins, Medicare og Medicaid, sem og öllum þeim þúsundum einkarekinna tryggingafyrirtækja sem þjónusta heilbrigðiskerfið þar í landi. „Á Íslandi borgar ríkið fyrir allar svona vörur en í Bandaríkjunum er notað sérstakt lyklakerfi þar sem hver vara hefur sérstakt númer frá yfirvöldum. Til að fá slíkan lykil þarf að sýna fram á í umsókn að varan virki. Núna höfum við fengið þennan lykil sem gerir læknum kleift að kaupa vöruna okkar og fá hana greidda hjá opinberum eða einkareknum tryggingafélögum,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis. Spurður hvaða máli þetta skref skipti fyrir sölu á vörunni á Bandaríkjamarkaði segir Guðmundur það einfalt. „Án þessa lykils ertu einfaldlega ekki til í kerfinu. Bandaríkin eru langstærsti markaðurinn fyrir vöruflokkinn sem varan okkar fellur í og því má eiginlega segja að þetta skref sé það mikilvægasta sem við höfum stigið til þessa,“ segir Guðmundur og bætir við að þýðing þessa sé að varan verði enn eftirsóttari fyrir dreifingaraðila í Bandaríkjunum, en markaðsleyfið frá Bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) lá fyrir í nóvember í fyrra. Hvergi í heiminum er stærri markaður fyrir vörur af þessu tagi, sem ekki síst nýtast sívaxandi hópi fólks með sykursýki og fylgikvilla hennar, þrálát sár sem valda þúsundum aflimana á ári hverju. „Við gerum ráð fyrir að semja við dreifingaraðila fyrir mitt næsta ár og að salan vaxi fljótt upp frá því, en samkeppnin á þessum markaði er hörð,“ segir Guðmundur. Spurður nánar um vaxtarmöguleika Kerecis, í ljósi þessarar viðurkenningar, segir Guðmundur að með því sé fenginn aðgöngumiði að markaði sem veltir 120 milljörðum íslenskra króna á ári. „Þessi markaður vex um 22% á ári og ef við náum lítilli hlutdeild af því þá hleypur þetta alltaf á hundruðum milljóna króna á ári.“ Varan sem um ræðir er byggð á Kerecis Omega3-tækni félagsins og er ætluð til meðhöndlunar á þrálátum sárum. Varan, sem heitir Kerecis Omega3 Wound, er affrumað þorskroð sem lagt er beint ofan í sár sem síðan er búið um með hefðbundnum sáraumbúðum. Frumur líkamans vaxa inn í efnið og breyta því að lokum í heilbrigða húð. Kerecis Omega3 Wound hefur fengið samþykki evrópskra yfirvalda og er sala hafin í Bretlandi, Þýskalandi og einnig í Mið-Austurlöndum. Sérstaða þessarar tækni er mikil því helstu samkeppnisvörurnar eru unnar úr vef svína og einnig úr mannshúð. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur viðurkennt vöru ísfirska lækningavörufyrirtækisins Kerecis. Vara Kerecis, sem er úr þorskroði og ætluð til að meðhöndla þrálát sár, er því orðin gjaldgeng hjá félagslega hluta bandaríska heilbrigðiskerfisins, Medicare og Medicaid, sem og öllum þeim þúsundum einkarekinna tryggingafyrirtækja sem þjónusta heilbrigðiskerfið þar í landi. „Á Íslandi borgar ríkið fyrir allar svona vörur en í Bandaríkjunum er notað sérstakt lyklakerfi þar sem hver vara hefur sérstakt númer frá yfirvöldum. Til að fá slíkan lykil þarf að sýna fram á í umsókn að varan virki. Núna höfum við fengið þennan lykil sem gerir læknum kleift að kaupa vöruna okkar og fá hana greidda hjá opinberum eða einkareknum tryggingafélögum,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis. Spurður hvaða máli þetta skref skipti fyrir sölu á vörunni á Bandaríkjamarkaði segir Guðmundur það einfalt. „Án þessa lykils ertu einfaldlega ekki til í kerfinu. Bandaríkin eru langstærsti markaðurinn fyrir vöruflokkinn sem varan okkar fellur í og því má eiginlega segja að þetta skref sé það mikilvægasta sem við höfum stigið til þessa,“ segir Guðmundur og bætir við að þýðing þessa sé að varan verði enn eftirsóttari fyrir dreifingaraðila í Bandaríkjunum, en markaðsleyfið frá Bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) lá fyrir í nóvember í fyrra. Hvergi í heiminum er stærri markaður fyrir vörur af þessu tagi, sem ekki síst nýtast sívaxandi hópi fólks með sykursýki og fylgikvilla hennar, þrálát sár sem valda þúsundum aflimana á ári hverju. „Við gerum ráð fyrir að semja við dreifingaraðila fyrir mitt næsta ár og að salan vaxi fljótt upp frá því, en samkeppnin á þessum markaði er hörð,“ segir Guðmundur. Spurður nánar um vaxtarmöguleika Kerecis, í ljósi þessarar viðurkenningar, segir Guðmundur að með því sé fenginn aðgöngumiði að markaði sem veltir 120 milljörðum íslenskra króna á ári. „Þessi markaður vex um 22% á ári og ef við náum lítilli hlutdeild af því þá hleypur þetta alltaf á hundruðum milljóna króna á ári.“ Varan sem um ræðir er byggð á Kerecis Omega3-tækni félagsins og er ætluð til meðhöndlunar á þrálátum sárum. Varan, sem heitir Kerecis Omega3 Wound, er affrumað þorskroð sem lagt er beint ofan í sár sem síðan er búið um með hefðbundnum sáraumbúðum. Frumur líkamans vaxa inn í efnið og breyta því að lokum í heilbrigða húð. Kerecis Omega3 Wound hefur fengið samþykki evrópskra yfirvalda og er sala hafin í Bretlandi, Þýskalandi og einnig í Mið-Austurlöndum. Sérstaða þessarar tækni er mikil því helstu samkeppnisvörurnar eru unnar úr vef svína og einnig úr mannshúð.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira