Erlent

Kettir átu eiganda sinn

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Kettirnir björguðu lífi sínu með því að éta lík eiganda síns.
Kettirnir björguðu lífi sínu með því að éta lík eiganda síns. mynd/365
Lík af tæplega sextugri konu fannst illa útleikið á heimili hennar í Ringwood í Hampshire, sem er bær á suðurströnd Englands. 

Hennar eigin kettir höfðu étið og tætt í sig lík konunnar sem hafði verið látin um nokkurt skeið áður en hún fannst. Lögreglumenn í Hampshire telja að konan hafi legið látin í allt frá nokkrum vikum upp í einhverja mánuði.

Konan var mikill dýravinur og á heimili hennar voru fjölmörg dýr, bæði hundar og kettir. Einhver dýranna höfðu dáið úr hungri en önnur björguðu lífi sínu með því að éta líkið.

Konan bjó ein og bjó töluvert úr alfaraleið og það var ekki fyrr en nágrannar tóku eftir því að pósturinn hennar hafði safnast upp að ákveðið var að fara og athuga með hana.

Lögreglumennirnir sem komu á vettvang sögðu að lyktin í húsinu hefði verið óbærileg og aðkoman ein sú allra versta sem þeir hefðu séð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×