Keyptu Ásmundarsal á 168 milljónir króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2016 14:45 Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson mynd/aðsend Fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir borguðu 168 milljónir fyrir Ásmundarsal á Freyjugötu en þar hefur Listasafn ASÍ verið með starfsemi um árabil. Fasteignamat hússins er 78,7 milljónir. Að sögn Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, formanns rekstrarstjórnar Listasafns ASÍ, mun andvirði sölunnar fara til listasafnsins sjálfs svo reka megi það áfram með kröftugum hætti á nýjum forsendum. Líklegt að rætt verði við nýja eigendur um sýningar úr safni ASÍ Þegar Ásmundarsalur var auglýstur til sölu lýsti Samband íslenskra myndlistarmanna lýsti yfir áhyggjum af því að húsið yrði ekki nýtt undir lista-og menningarstarfsemi, líkt og Ásmundur Sveinsson myndhöggvari, sem lét reisa húsið, lagði áherslu á. Ef marka má tilkynningu um kaupin sem send var fjölmiðlum í dag þurfa myndlistarmenn hins vegar ekki að hafa áhyggjur af slíku þar sem nýir eigendur ætla að leggja áherslu á að viðhalda list-og menningarhlutverki hússins. Guðrún Ágústa segir að rekstrarstjórn Listasafn ASÍ hafi ekki rætt við nýja eigendur um mögulegar sýningar en segir að líklegt sé að slíkt samtal fari fram á næstunni. Hins vegar hafi tveir aðrir aðilar haft samband með það að huga að setja upp sýningar úr safnaeigninni. Fékk að kaupa í Símanum og Högum fyrir útboð Sigurbjörn og Aðalheiður eru eins og áður segir fjárfestar. Sigurbjörn hefur meðal annars verið viðskiptafélagi þeirra Hallbjörns Karlssonar og Árna Haukssonar en þremenningarnir voru til að mynda á meðal þeirra sem fengu að kaupa hluti í Símanum og Högum fyrir útboð. Þá eiga hjónin 60 prósent hlut í verðbréfamiðluninni Fossar markaðir hf. í gegnum félag sitt Fossar Finance ehf. en meðeigendur þeirra í fyrirtækinu eru Haraldur Þórðarson og Steingrímur Arnar Finnsson. Í umfjöllun um Fossa markaði í Viðskiptablaðinu í fyrra kom fram að Sigurbjörn hefði unnið lengi hjá Lehman Brothers, síðar Nomura bankanum og að því loknu hjá Barclays Capital. Tengdar fréttir Nýir eigendur Ásmundarsals ætla að tryggja áframhaldandi menningarstarfsemi í húsinu Gengið hefur verið frá sölu á Ásmundarsal sem hýst hefur Listasafn ASÍ unfanfarin ár. 6. maí 2016 13:42 Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir borguðu 168 milljónir fyrir Ásmundarsal á Freyjugötu en þar hefur Listasafn ASÍ verið með starfsemi um árabil. Fasteignamat hússins er 78,7 milljónir. Að sögn Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, formanns rekstrarstjórnar Listasafns ASÍ, mun andvirði sölunnar fara til listasafnsins sjálfs svo reka megi það áfram með kröftugum hætti á nýjum forsendum. Líklegt að rætt verði við nýja eigendur um sýningar úr safni ASÍ Þegar Ásmundarsalur var auglýstur til sölu lýsti Samband íslenskra myndlistarmanna lýsti yfir áhyggjum af því að húsið yrði ekki nýtt undir lista-og menningarstarfsemi, líkt og Ásmundur Sveinsson myndhöggvari, sem lét reisa húsið, lagði áherslu á. Ef marka má tilkynningu um kaupin sem send var fjölmiðlum í dag þurfa myndlistarmenn hins vegar ekki að hafa áhyggjur af slíku þar sem nýir eigendur ætla að leggja áherslu á að viðhalda list-og menningarhlutverki hússins. Guðrún Ágústa segir að rekstrarstjórn Listasafn ASÍ hafi ekki rætt við nýja eigendur um mögulegar sýningar en segir að líklegt sé að slíkt samtal fari fram á næstunni. Hins vegar hafi tveir aðrir aðilar haft samband með það að huga að setja upp sýningar úr safnaeigninni. Fékk að kaupa í Símanum og Högum fyrir útboð Sigurbjörn og Aðalheiður eru eins og áður segir fjárfestar. Sigurbjörn hefur meðal annars verið viðskiptafélagi þeirra Hallbjörns Karlssonar og Árna Haukssonar en þremenningarnir voru til að mynda á meðal þeirra sem fengu að kaupa hluti í Símanum og Högum fyrir útboð. Þá eiga hjónin 60 prósent hlut í verðbréfamiðluninni Fossar markaðir hf. í gegnum félag sitt Fossar Finance ehf. en meðeigendur þeirra í fyrirtækinu eru Haraldur Þórðarson og Steingrímur Arnar Finnsson. Í umfjöllun um Fossa markaði í Viðskiptablaðinu í fyrra kom fram að Sigurbjörn hefði unnið lengi hjá Lehman Brothers, síðar Nomura bankanum og að því loknu hjá Barclays Capital.
Tengdar fréttir Nýir eigendur Ásmundarsals ætla að tryggja áframhaldandi menningarstarfsemi í húsinu Gengið hefur verið frá sölu á Ásmundarsal sem hýst hefur Listasafn ASÍ unfanfarin ár. 6. maí 2016 13:42 Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Nýir eigendur Ásmundarsals ætla að tryggja áframhaldandi menningarstarfsemi í húsinu Gengið hefur verið frá sölu á Ásmundarsal sem hýst hefur Listasafn ASÍ unfanfarin ár. 6. maí 2016 13:42
Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23