Keyra um með áminningu í afturrúðunni: "Ég missti vin í bílslysi" Valur Grettisson skrifar 17. maí 2011 12:23 Límmiðarnir eru átakanleg áminning um að fólk þurfi að nota bílbeltin. „Við ákváðum að heiðra minningu hans með því að vera alltaf í bílbelti sjálfir," segir Hilmar Tryggvi Finnsson, tvítugur piltur frá Hvolsvelli, en hann missti vin sinn fyrir skömmu í hörmulegu bílslysi. Þá lést Ólafur Oddur Marteinsson eftir að bifreið sem hann ók hafnaði utan vegar. Ólafur Oddur var ekki í bílbelti. Hilmar segist ekki geta fullyrt um það, en ýmislegt bendir til þess að bílbeltið hefði getað bjargað lífi Ólafs. Hilmar og félagar hans voru eðlilega harmi slegnir yfir andláti félaga síns eins og samfélagið allt á Hvolsvelli. Þeir félagar gáfu þá hvorum öðrum loforð um að þeir skyldu ávallt aka með bílbeltin spennt. „Enda eru þau þarna, og það þarf að nota þau," segir Hilmar Tryggvi og bætir við: „En mér finnst persónulega sorglegt hversu fáir nota í raun beltin."Hilmar Tryggvi spennir beltin.Hilmar ákvað því að taka skrefið lengra og hannaði límmiða til þess að líma í afturrúðu bílsins. Skilaboðin eru sterk, enda persónuleg orðsending til ökumannsins fyrir aftan bifreiðina. Þar stendur einfaldlega: „Ég missti vin í bílslysi. Notum bílbeltin." Hilmar Tryggvi segist hafa tekið eftir tveimur ökumönnum sem óku á eftir honum sem spenntu á sig beltin þegar þeir óku á eftir honum. „Svo hef ég líka verið stoppaður og fólk hrósað mér fyrir framtakið," segir Hilmar en það er óhætt að segja að framtakið hafi vakið athygli í umferðinni. „Það er náttúrulega átakanlegt að missa einhvern í umferðinni og það er ágætt að nýta sér það og minna fólk á að nota beltin," segir Hilmar. Auk Hilmars eru þrír félagar hans með límmiða í afturrúðunum. Hann segist hafa fundið fyrir óvæntri eftirspurn eftir miðunum sem Hilmar hannar sjálfur og lætur prenta fyrir sig. Ef einhver hefur áhuga á að nálgast límmiðana þá er hægt að senda Hilmari Tryggva póst á netfangið hilmartryggvi@gmail.com. Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
„Við ákváðum að heiðra minningu hans með því að vera alltaf í bílbelti sjálfir," segir Hilmar Tryggvi Finnsson, tvítugur piltur frá Hvolsvelli, en hann missti vin sinn fyrir skömmu í hörmulegu bílslysi. Þá lést Ólafur Oddur Marteinsson eftir að bifreið sem hann ók hafnaði utan vegar. Ólafur Oddur var ekki í bílbelti. Hilmar segist ekki geta fullyrt um það, en ýmislegt bendir til þess að bílbeltið hefði getað bjargað lífi Ólafs. Hilmar og félagar hans voru eðlilega harmi slegnir yfir andláti félaga síns eins og samfélagið allt á Hvolsvelli. Þeir félagar gáfu þá hvorum öðrum loforð um að þeir skyldu ávallt aka með bílbeltin spennt. „Enda eru þau þarna, og það þarf að nota þau," segir Hilmar Tryggvi og bætir við: „En mér finnst persónulega sorglegt hversu fáir nota í raun beltin."Hilmar Tryggvi spennir beltin.Hilmar ákvað því að taka skrefið lengra og hannaði límmiða til þess að líma í afturrúðu bílsins. Skilaboðin eru sterk, enda persónuleg orðsending til ökumannsins fyrir aftan bifreiðina. Þar stendur einfaldlega: „Ég missti vin í bílslysi. Notum bílbeltin." Hilmar Tryggvi segist hafa tekið eftir tveimur ökumönnum sem óku á eftir honum sem spenntu á sig beltin þegar þeir óku á eftir honum. „Svo hef ég líka verið stoppaður og fólk hrósað mér fyrir framtakið," segir Hilmar en það er óhætt að segja að framtakið hafi vakið athygli í umferðinni. „Það er náttúrulega átakanlegt að missa einhvern í umferðinni og það er ágætt að nýta sér það og minna fólk á að nota beltin," segir Hilmar. Auk Hilmars eru þrír félagar hans með límmiða í afturrúðunum. Hann segist hafa fundið fyrir óvæntri eftirspurn eftir miðunum sem Hilmar hannar sjálfur og lætur prenta fyrir sig. Ef einhver hefur áhuga á að nálgast límmiðana þá er hægt að senda Hilmari Tryggva póst á netfangið hilmartryggvi@gmail.com.
Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira