Erlent

Kim Jong-Un fékk hundrað prósent kosningu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
„Allir kjörskrá í umdæminu kusu og hundrað prósent þeirra kusu Kim Jong-Un.“ Þetta segir ríkisfjölmiðill Norður Kóreu KCNA. Kim Jong-Un, einræðisherra landsins, er því orðinn þingmaður einnig.

Þetta kemur frá AFP fréttaveitunni.

„Það er tjáning þess algera trausts og stuðnings sem fólkið sýnir leiðtoga Kim Jong-UN er þau sýna honum einhuga hollustu.“

Í hverju hinna 700 kjördæma var einungis einn frambjóðandi, sem settur var fram af ríkinu. Hver kjósendi er skyldugur til að taka þátt í kosningunni og ríkisfjölmiðillinn sagði alla skráða kjósendur, utan þeirra sem hafi verið erlendis, hafa tekið þátt.

Kosningar fyrir þing Norður Kóreu eru haldnar á fimm ára fresti. Þingið fundar þó einungis einu sinni eða tvisvar á ári, í einn dag í senn. Þá að mestu til að setja stimpil á fjárlög og aðrar stórar ákvarðanir sem leiðtogar landsins hafa tekið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×