Viðskipti erlent

Kína og Þýskaland undirrita 1.700 milljarða viðskiptasamninga

Kínverjar og Þjóðverjar hafa undirritað viðskipasamninga milli þjóðanna upp á 15 milljarða dollara eða rúmlega 1.700 milljarða kr.

Þetta gerðist í gær þegar Wen Jiabao forsætisráðherra Kína hitti Angelu Markel kanslara Þýskalands en Jiabao er á ferð um Evrópulönd þessa vikuna.

Auk þess að ganga frá þessum samningum ákváðu leiðtogarnir að auka viðskipti sín í millum um 200 milljarða evra á næstu fimm árum.

Þýskaland er stærsti viðskiptafélagi Kína meðal Evrópulanda en löndin tvö eru meðal öflugustu útflutningslanda heimsins.

Jiabao segir að Kína muni aðstoða Evrópulönd í skuldavanda þeirra með auknum kaupum á ríkisskuldabréfum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×