Kindle-rafbókin leysir skólabókina af hólmi 8. janúar 2012 21:30 Hefðbundnar kennslubækur heyra sögunni til ef framtíðarsýn forsvarsmanna Skólavefsins rætist, en þeir ýta rafbókarbyltingunni úr vör í Vogaskóla á þriðjudag. Rafbækur geta sparað stórfé, og jafnvel aukið námsárangur að þeirra sögn. Skólavefurinn er einkarekið námsgagnafyrirtæki, sem rekið hefur námsvef í tíu ár. Starfsmenn þess voru í óða önn við að hefja byltingu þegar fréttastofa leit við í höfuðstöðvum fyrirtækisins í dag, rafbókarbyltingu, en Skólavefurinn afhendir öllum 42 nemendum í 9. bekk vogaskóla Kindle lesbretti á þriðjudag til notkunar á vorönn. Um tilraunaverkefni er að ræða, en aldrei áður hefur kennsla farið fram með rafbókum eingöngu á Íslandi. „Það sem við erum aðallega að gera er bara að kanna hvort þetta sé fýsilegur kostur í skólastarfi. Hvort þetta geti komið í staðinn fyrir kennslubækur. Það á raunverulega eftir að athuga það líka," segir Ingólfur Kristjánsson, ritstjóri skólavefsins. Hann telur að rafbækur í einhverju formi verði ofan á á endanum. „Það er ekki spurning." Kindle varð fyrir valinu í tilraunaverkefnið þar sem tækið er einfalt, og eingöngu er hægt að nota það til aflestrar. Það er ekki ókeypis að kaupa Kindle tölvur fyrir heilan árgang, eitt stykki kostar um 20 þúsund krónur komin til landsins, en forsvarsmenn Skólavefsins telja öruggt að í því felist sparnaður til lengri tíma litið. Og svo hefur rafbókarvæðingin aðra kosti. „Hér erum við með fimm bækur og eitt lesbretti," segir Jökull Sigurðsson, framkvæmdastjóri kennsluvefsins og ber þannig saman feikilegan bókastafla og eina örþunna kindle-tölvu. „Svo þú getur ímyndað þér að vera með 20 bækur og eitt bretti, eða 40 bækur og eitt bretti." Þá henti tækið nýrri kynslóð hugsanlega betur en gömlu bækurnar, og getur þannig hvatt til lesturs og jafnvel hjálpað börnum með námsörðugleika. „Bækur geta verið svolítið ógnvekjandi og erfiðar. Og þú getur ekkert breytt bókunum. Þú getur ekkert stækkað letrið þar. En þú getur gert allt með þessu," segir Ingólfur. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Hefðbundnar kennslubækur heyra sögunni til ef framtíðarsýn forsvarsmanna Skólavefsins rætist, en þeir ýta rafbókarbyltingunni úr vör í Vogaskóla á þriðjudag. Rafbækur geta sparað stórfé, og jafnvel aukið námsárangur að þeirra sögn. Skólavefurinn er einkarekið námsgagnafyrirtæki, sem rekið hefur námsvef í tíu ár. Starfsmenn þess voru í óða önn við að hefja byltingu þegar fréttastofa leit við í höfuðstöðvum fyrirtækisins í dag, rafbókarbyltingu, en Skólavefurinn afhendir öllum 42 nemendum í 9. bekk vogaskóla Kindle lesbretti á þriðjudag til notkunar á vorönn. Um tilraunaverkefni er að ræða, en aldrei áður hefur kennsla farið fram með rafbókum eingöngu á Íslandi. „Það sem við erum aðallega að gera er bara að kanna hvort þetta sé fýsilegur kostur í skólastarfi. Hvort þetta geti komið í staðinn fyrir kennslubækur. Það á raunverulega eftir að athuga það líka," segir Ingólfur Kristjánsson, ritstjóri skólavefsins. Hann telur að rafbækur í einhverju formi verði ofan á á endanum. „Það er ekki spurning." Kindle varð fyrir valinu í tilraunaverkefnið þar sem tækið er einfalt, og eingöngu er hægt að nota það til aflestrar. Það er ekki ókeypis að kaupa Kindle tölvur fyrir heilan árgang, eitt stykki kostar um 20 þúsund krónur komin til landsins, en forsvarsmenn Skólavefsins telja öruggt að í því felist sparnaður til lengri tíma litið. Og svo hefur rafbókarvæðingin aðra kosti. „Hér erum við með fimm bækur og eitt lesbretti," segir Jökull Sigurðsson, framkvæmdastjóri kennsluvefsins og ber þannig saman feikilegan bókastafla og eina örþunna kindle-tölvu. „Svo þú getur ímyndað þér að vera með 20 bækur og eitt bretti, eða 40 bækur og eitt bretti." Þá henti tækið nýrri kynslóð hugsanlega betur en gömlu bækurnar, og getur þannig hvatt til lesturs og jafnvel hjálpað börnum með námsörðugleika. „Bækur geta verið svolítið ógnvekjandi og erfiðar. Og þú getur ekkert breytt bókunum. Þú getur ekkert stækkað letrið þar. En þú getur gert allt með þessu," segir Ingólfur.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira