Innlent

Kindle tekur við af skólabókunum

Vogaskóli verður fyrsti íslenski skólinn til að rafbókavæðast, en á þriðjudag fá allir nemendur við níunda bekk skólans afhenta Kindle spjaldtölvu til notkunar á vorönn í tilraunaskyni.

Kindle varð fyrir valinu þar sem spjaldtölvan er einföld, handhæg og hentar eingöngu til lestrar, svo nemendur geta ekki laumað sér á Fésbókina eða leikjasíður. Verkefnið er unnið í samvinnu við Námsgagnastofnun og Skólavefinn.

Allt námsefni sem hentar rafbókarforminu verður sett inn á lesarana, en nemendurnir munu notast við rafbækurnar í íslensku, samfélagsfræði og dönsku. Meðal annars verður reynt að leggja mat á hvort rafbækur geti komið í stað hefðbundinna kennslubóka og hvort þær hjálpi nemendum sem glíma við lestrarörðugleika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×