Kínverjar hafa áhuga á íslenska fasteignamarkaðnum HJH skrifar 23. september 2011 19:15 Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir hóp kínverskra embættismanna á leið til landsins en hann hefur lýst yfir áhuga sínum á íslenska fasteignamarkaðinum. Umhugsunarverðar upplýsingar, segir innanríkisráðherra. Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, hefur verið beðinn um að taka á móti hópi Kínverja í því skyni að fræða þá um íslenskan fasteignamarkað og þær reglur sem á honum gilda. „Og eins að ræða þá við fasteignarsölu um svona ýmis kauptækifæri og annað á fasteignum á landinu. Þeir óskuðu einnig eftir því að það kæmi boð frá Félagi fasteignasala um að þeir kæmu til landsins en ég hafnaði því en sagði að sjálfsögðu að þeir væru velkomnir að koma og ég myndi taka á móti hópnum og fræða þá um fasteignaviðskipti." Kínverjarnir eru 10 talsins og tengjast stjórnvöldum þar ytra. „Það var kominn ákveðinn listi yfir þá sem væru að koma og þetta voru ýmsir sem tengdust ráðuneytum og öðru þarna í Kína." Hann segir að þetta sé í fyrsta sinn sem fyrirspurn af þessu tagi komi frá útlendum yfirvöldum. Hann segist ekki vita hvað hópurinn hefur í hyggju né hvort um fjárfesta ræðir. „Hefurðu áhyggjur af þessu? Það er kannski erfitt að segja áhyggjur eða ekki?" „Svona viðskiptahættir hafa oft átt sér stað, en þá er fólk bara að kaupa smærri eignir og þannig hefur yfirleitt verið veitt samþykki. En þarna erum við að tala um eitthvað allt allt annað en nokkru sinni áður hefur þekkst. Þetta er svo gríðarlegt landflæmi að það er náttúrulega stór vandi þarna á ferð og það verður bara að taka ákvörðun um það." Grétar hefur gert utanríkisráðuneytinu og Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra viðvart. Að sögn Ögmundar verður ekki tekið á þessu máli nema að Kínverjarnir ráðist í einhver kaup. „Og þá verða þeir að sækja undanþágu til okkar, og það er þá fyrst sem málið kemur til formlegrar afgreiðslu að okkar hálfu. Það breytir því ekki að þetta eru umhugsunarverðar upplýsingar" Ögmundur segir aukinn áhuga Kínverja á fjárfestingum hér á landi ekki valda sér áhyggjum. „Það vekur vissulega upp ýmsar spurningar og áhugavert að fylgjast með því sem er að gerast." Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir hóp kínverskra embættismanna á leið til landsins en hann hefur lýst yfir áhuga sínum á íslenska fasteignamarkaðinum. Umhugsunarverðar upplýsingar, segir innanríkisráðherra. Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, hefur verið beðinn um að taka á móti hópi Kínverja í því skyni að fræða þá um íslenskan fasteignamarkað og þær reglur sem á honum gilda. „Og eins að ræða þá við fasteignarsölu um svona ýmis kauptækifæri og annað á fasteignum á landinu. Þeir óskuðu einnig eftir því að það kæmi boð frá Félagi fasteignasala um að þeir kæmu til landsins en ég hafnaði því en sagði að sjálfsögðu að þeir væru velkomnir að koma og ég myndi taka á móti hópnum og fræða þá um fasteignaviðskipti." Kínverjarnir eru 10 talsins og tengjast stjórnvöldum þar ytra. „Það var kominn ákveðinn listi yfir þá sem væru að koma og þetta voru ýmsir sem tengdust ráðuneytum og öðru þarna í Kína." Hann segir að þetta sé í fyrsta sinn sem fyrirspurn af þessu tagi komi frá útlendum yfirvöldum. Hann segist ekki vita hvað hópurinn hefur í hyggju né hvort um fjárfesta ræðir. „Hefurðu áhyggjur af þessu? Það er kannski erfitt að segja áhyggjur eða ekki?" „Svona viðskiptahættir hafa oft átt sér stað, en þá er fólk bara að kaupa smærri eignir og þannig hefur yfirleitt verið veitt samþykki. En þarna erum við að tala um eitthvað allt allt annað en nokkru sinni áður hefur þekkst. Þetta er svo gríðarlegt landflæmi að það er náttúrulega stór vandi þarna á ferð og það verður bara að taka ákvörðun um það." Grétar hefur gert utanríkisráðuneytinu og Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra viðvart. Að sögn Ögmundar verður ekki tekið á þessu máli nema að Kínverjarnir ráðist í einhver kaup. „Og þá verða þeir að sækja undanþágu til okkar, og það er þá fyrst sem málið kemur til formlegrar afgreiðslu að okkar hálfu. Það breytir því ekki að þetta eru umhugsunarverðar upplýsingar" Ögmundur segir aukinn áhuga Kínverja á fjárfestingum hér á landi ekki valda sér áhyggjum. „Það vekur vissulega upp ýmsar spurningar og áhugavert að fylgjast með því sem er að gerast."
Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun