Erlent

Kistu rússneska sendiherrans flogið heim

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Tyrkneskir hermenn bera kistuna.
Tyrkneskir hermenn bera kistuna.
Kistu Andrei Karlov, rússneska sendiherrans sem myrtur var af tyrkneskum öryggisverði í gær var flogið heim til Rússlands í dag. BBC greinir frá.

Síðdegis í dag var kista hans umvafin rússneska fánanum og stóð tyrkneski herinn heiðursvörð við kistuna á meðan henni var komið á flugvöllinn þaðan sem henni var flogið til Moskvu.

Stutt kveðjuathöfn var haldin á flugvellinum þar sem helstu embættismenn Tyrklands mættu ásamt forsætisráðherra landsins en prestur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar stýrði athöfninni.

Karlov hafði mikla reynslu af utanríkisþjónustu lands síns og gegndi mikilvægu hlutverki í því lægja öldurnar í samskiptum Tyrklands og Rússlands eftir að Tyrkir skutu niður rússneska herflugvél í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×