Kjör tónlistarkennara þarf að lagfæra strax Þórður Á. Hjaltested skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Verkfall Félags tónlistarskólakennara hefur nú staðið yfir í þrjár vikur. Verkfallið hefur að sumu leyti fallið í skuggann af verkfalli lækna þegar fjölmiðlar eru annars vegar og þar með samfélagið. Verkfall tónlistarskólakennara er staðreynd og alvarlegt mál. Það er alvarlegt í þeim skilningi að Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur að mínu mati ekki gert neina alvörutilraun til að finna lausn á deilunni. Félag tónlistarskólakennara er eitt sjö aðildarfélaga Kennarasambands Íslands og það er ofur eðlilegt að tónlistarskólakennarar miði sig við aðra kennara sambandsins, sem og aðra sérfræðinga í samfélaginu, í sinni kjarabaráttu. Tónlistarskólakennarar krefjast þess að fá sambærileg laun fyrir sambærilega vinnu, á borð við vinnu leik- og grunnskólakennara sem þegar hafa samið við sveitarfélögin. Tónlistarskólakennarar fara ekki fram á ofurlaun; þeir fara fram á að fá mannsæmandi laun sem háskólamenntaðir kennarar, sérfræðingar í sínu fagi, og með sama hætti og aðrir kennarar hafa samið um. Fyrir hönd KÍ krefst ég þess að forysta Sambands íslenskra sveitarfélaga hlutist þegar í stað um að veita samninganefnd sinni umboð til að semja við tónlistarskólakennara á svipuðum nótum og samið hefur verið við aðrar stéttir kennara sem starfa hjá sveitarfélögunum og eru félagsmenn KÍ. Samninganefnd sveitarfélaga hefur blandað inn í deiluna öðrum málum en launakjörum og má þar nefna lengd skólaársins. Kennsla er ábyrgðarmikið starf og henni fylgir töluvert álag. Hugmyndir sveitarfélaganna um að ná fram enn meiri sveigjanleika í lengd skólaársins og styttingu kennslustunda veldur ómældu viðbótarálagi sem ég tel óásættanlegt. Krafan er í raun að kennarar vinni langt umfram 40 stunda vinnuviku á starfstíma skóla, sem er með öllu óásættanlegt. Ég skora á samninganefnd sveitarfélaganna að leggja þessa umræðu til hliðar og vinna þess í stað að því að bæta kjör tónlistarskólakennara sem hafa dregist verulega aftur úr launum sambærilegra hópa frá því eftir hrun. Þetta þarf að lagfæra og það strax. Annað er atlaga að tónlistarmenntun í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Skoðun Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar Skoðun Á réttri leið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á degi barnsins Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið og flokkarnir Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Frelsi eykur fjölbreytni og er hvetjandi fyrir samfélagið Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn treystir ekki Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hvar býr lýðræðið? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Óraunhæf tilboð Jón Hákon Halldórsson skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – skynsamlegt val fyrir framtíðina Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Okkar plan virkar - þetta er allt að koma! Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Dagur mannréttinda barna 20. nóvember Salvör Nordal skrifar Skoðun Tillaga í sjókvíaeldismálum Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Sjá meira
Verkfall Félags tónlistarskólakennara hefur nú staðið yfir í þrjár vikur. Verkfallið hefur að sumu leyti fallið í skuggann af verkfalli lækna þegar fjölmiðlar eru annars vegar og þar með samfélagið. Verkfall tónlistarskólakennara er staðreynd og alvarlegt mál. Það er alvarlegt í þeim skilningi að Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur að mínu mati ekki gert neina alvörutilraun til að finna lausn á deilunni. Félag tónlistarskólakennara er eitt sjö aðildarfélaga Kennarasambands Íslands og það er ofur eðlilegt að tónlistarskólakennarar miði sig við aðra kennara sambandsins, sem og aðra sérfræðinga í samfélaginu, í sinni kjarabaráttu. Tónlistarskólakennarar krefjast þess að fá sambærileg laun fyrir sambærilega vinnu, á borð við vinnu leik- og grunnskólakennara sem þegar hafa samið við sveitarfélögin. Tónlistarskólakennarar fara ekki fram á ofurlaun; þeir fara fram á að fá mannsæmandi laun sem háskólamenntaðir kennarar, sérfræðingar í sínu fagi, og með sama hætti og aðrir kennarar hafa samið um. Fyrir hönd KÍ krefst ég þess að forysta Sambands íslenskra sveitarfélaga hlutist þegar í stað um að veita samninganefnd sinni umboð til að semja við tónlistarskólakennara á svipuðum nótum og samið hefur verið við aðrar stéttir kennara sem starfa hjá sveitarfélögunum og eru félagsmenn KÍ. Samninganefnd sveitarfélaga hefur blandað inn í deiluna öðrum málum en launakjörum og má þar nefna lengd skólaársins. Kennsla er ábyrgðarmikið starf og henni fylgir töluvert álag. Hugmyndir sveitarfélaganna um að ná fram enn meiri sveigjanleika í lengd skólaársins og styttingu kennslustunda veldur ómældu viðbótarálagi sem ég tel óásættanlegt. Krafan er í raun að kennarar vinni langt umfram 40 stunda vinnuviku á starfstíma skóla, sem er með öllu óásættanlegt. Ég skora á samninganefnd sveitarfélaganna að leggja þessa umræðu til hliðar og vinna þess í stað að því að bæta kjör tónlistarskólakennara sem hafa dregist verulega aftur úr launum sambærilegra hópa frá því eftir hrun. Þetta þarf að lagfæra og það strax. Annað er atlaga að tónlistarmenntun í landinu.
Skoðun Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar