Klara spáði rétt fyrir um gosið: „Ég er bara næm“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. ágúst 2014 18:19 Klara Tryggvadóttir virðist hafa haft rétt fyrir sér. Klara Tryggvadóttir, frá Vestmannaeyjum, virðist hafa haft rétt fyrir sér þegar hún spáði því að gosið sem beðið hefur verið eftir myndi hefjast í dag. Klara var í viðtali á Pressunni í vikunni og þar sagði hún að hana hefði dreymt að gosið myndi hefjast í dag og nefndi þar tvær tímasetningar, klukkan 7 að morgni eða 11 að kvöldi til. Klara er sögð mjög berdreymin og segist áður hafa dreymt um náttúruhamfarir; draumar sem svo hafi orðið að veruleika. Í samtali við Vísi segir Klara að svo virðist sem að draumurinn sé að rætast, þó svo að tímasetningin hafi ekki alveg stemmt. „Já, þetta virðist ætla að hitta svona á. Tímasetningin er þó óljós, enda er ekki víst að gosið sé alveg hafið, það er erfitt að segja til um það.“En hvernig koma þessar upplýsingar til þín í draumi? „Mig dreymdi gosið og svo dreymdi mig sama fólkið aftur og aftur alla nóttina. Þannig fékk ég tímasetningarnar. Ég hef óskað þess, þegar ég fer að sofa á kvöldin, að ég fái ekki svona upplýsingar, en ég virðist alltaf vera látin vita af svona atburðum.“ Klara segir frá því að hún hafi áður spáð fyrir um upphaf gosa og náttúruhamfara. „Mig dreymdi til dæmis gosið í Eyjum á sínum tíma. Þá var ég búin að segja öllum frá því en enginn hlustaði. Til dæmis sagði afi minn alltaf við mig „hættu þessu bulli stelpa, Helgafellið sefur.“ En svo eftir gosið sagði hann: „Ég hefði betur hlustað á þig stelpuskott.““ Hún segist einnig hafa spáð fyrir um gosið í Eyjafjallajökli, Suðurlandsskjálftana báða auk fleiri náttúruhamfara. Klara segist ekki vita af hverju hún fær þessar upplýsingar til sín. „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég er bara næm. Ég er hvorki miðill né spákona. Þetta bara kemur til mín. Ég kæri mig ekki mikið um þessar upplýsingar. Ég myndi frekar vilja vita havða tölur koma upp í lottóinu." Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Klara Tryggvadóttir, frá Vestmannaeyjum, virðist hafa haft rétt fyrir sér þegar hún spáði því að gosið sem beðið hefur verið eftir myndi hefjast í dag. Klara var í viðtali á Pressunni í vikunni og þar sagði hún að hana hefði dreymt að gosið myndi hefjast í dag og nefndi þar tvær tímasetningar, klukkan 7 að morgni eða 11 að kvöldi til. Klara er sögð mjög berdreymin og segist áður hafa dreymt um náttúruhamfarir; draumar sem svo hafi orðið að veruleika. Í samtali við Vísi segir Klara að svo virðist sem að draumurinn sé að rætast, þó svo að tímasetningin hafi ekki alveg stemmt. „Já, þetta virðist ætla að hitta svona á. Tímasetningin er þó óljós, enda er ekki víst að gosið sé alveg hafið, það er erfitt að segja til um það.“En hvernig koma þessar upplýsingar til þín í draumi? „Mig dreymdi gosið og svo dreymdi mig sama fólkið aftur og aftur alla nóttina. Þannig fékk ég tímasetningarnar. Ég hef óskað þess, þegar ég fer að sofa á kvöldin, að ég fái ekki svona upplýsingar, en ég virðist alltaf vera látin vita af svona atburðum.“ Klara segir frá því að hún hafi áður spáð fyrir um upphaf gosa og náttúruhamfara. „Mig dreymdi til dæmis gosið í Eyjum á sínum tíma. Þá var ég búin að segja öllum frá því en enginn hlustaði. Til dæmis sagði afi minn alltaf við mig „hættu þessu bulli stelpa, Helgafellið sefur.“ En svo eftir gosið sagði hann: „Ég hefði betur hlustað á þig stelpuskott.““ Hún segist einnig hafa spáð fyrir um gosið í Eyjafjallajökli, Suðurlandsskjálftana báða auk fleiri náttúruhamfara. Klara segist ekki vita af hverju hún fær þessar upplýsingar til sín. „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég er bara næm. Ég er hvorki miðill né spákona. Þetta bara kemur til mín. Ég kæri mig ekki mikið um þessar upplýsingar. Ég myndi frekar vilja vita havða tölur koma upp í lottóinu."
Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira