Kláraði guðfræði með skert skammtímaminni Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 18. mars 2015 13:00 Dís lét heilaskaðann ekki stoppa sig í því að klára embættispróf í guðfræði. mynd/Hörður Ásbjörnsson Mars mánuður er tileinkaður fólki með heilaskaða um allan heim. Í dag, 18. mars, heldur Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða vitunarvakningardag. Að því tilefni verður myndin Heilaskaði af völdum ofbeldis sýnd í öllum unglingadeildum grunnskólana í dag sem Hugarfar, Reykjalundur og SÍBS stóðu að. Ákominn heilaskaði orsakast oftast af ytri áverka sem er tilkominn vegna ofbeldis, slysa og falla. Afleiðingarnar reynast oft dulin fötlun sem ekki sést utan á fólki en getur valdið því víðtækum vanda svo sem að flosna úr námi eða vinnu og missa í kjölfarið fótanna í lífinu. Á Íslandi verða um 500 manns fyrir heilaskaða árlega, af þeim þurfa um 50-80 á sérhæfðri endurhæfingu að halda ár hvert. Stór hluti þess hóps er ungt fólk. Dís Gylfadóttir hlaut heilaskaða eftir bílslys sem hún lenti í aðfaranótt gamlársdags árið 2002. „Ég var meðvitundarlaus í tvo sólarhringa og vinstri hlið líkamans var lömuð frá topi til táar,“ segir Dís. Lömunin gekk tilbaka, en við tók löng og ströng endurhæfing þar til Dís náði líkamlegum styrk aftur. „Eftir hann var ég bara send út og átti að vera í lagi. Þarna hefði þurft að vera staður þar sem fólk gæti leitað á og fengið stuðning og félagsskap.“ Dís missti skammtímaminnið eftir slysið og sögðu læknarnir við hana að hún ætti að fá sér stöð 2, því það væri það eina sem hún gæti hugsanlega dundað sér við. Hún sýndi þeim hinsvegar að hún væri fær um svo miklu meira en það og í fyrravor útskrifaðist hún úr Guðfræði með embættispróf. „Ég hefði svo sannarlega þurft á því að halda að hafa einhvern stað til að leita á í náminu, þar sem ég gæti hitt fólk í sömu sporum og lært af þeim og fengið stuðning, „ segir hún. Tilgangurinn með deginum er að vekja athygli á málefninu og er draumurinn að hér verði starfandi staður sambærilegur Hovedhuset í Danmörku. Þar getur fólk með heilaskaða komið og áherslan er lögð á að læra og eflast í gegnum vinnuna. Dís segir nauðsynlegt fyrir fólk með heilaskaða að geta hist og fengið stuðning hvort frá öðru. „Maður heyrir alltaf í fréttunum af þessum sem var laminn niður í bæ eða lenti í slysi og er haldið sofandi. Svo kemur frétt að viðkomandi sé vaknaður og við höldum að allt sé í lagi. Það er ekkert þannig.“ Í tilefni af vitundarvakningardegium mun Hugarfar verða með opið hús að Sigtúni 42, Reykjavík, frá klukkan 17-19. Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
Mars mánuður er tileinkaður fólki með heilaskaða um allan heim. Í dag, 18. mars, heldur Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða vitunarvakningardag. Að því tilefni verður myndin Heilaskaði af völdum ofbeldis sýnd í öllum unglingadeildum grunnskólana í dag sem Hugarfar, Reykjalundur og SÍBS stóðu að. Ákominn heilaskaði orsakast oftast af ytri áverka sem er tilkominn vegna ofbeldis, slysa og falla. Afleiðingarnar reynast oft dulin fötlun sem ekki sést utan á fólki en getur valdið því víðtækum vanda svo sem að flosna úr námi eða vinnu og missa í kjölfarið fótanna í lífinu. Á Íslandi verða um 500 manns fyrir heilaskaða árlega, af þeim þurfa um 50-80 á sérhæfðri endurhæfingu að halda ár hvert. Stór hluti þess hóps er ungt fólk. Dís Gylfadóttir hlaut heilaskaða eftir bílslys sem hún lenti í aðfaranótt gamlársdags árið 2002. „Ég var meðvitundarlaus í tvo sólarhringa og vinstri hlið líkamans var lömuð frá topi til táar,“ segir Dís. Lömunin gekk tilbaka, en við tók löng og ströng endurhæfing þar til Dís náði líkamlegum styrk aftur. „Eftir hann var ég bara send út og átti að vera í lagi. Þarna hefði þurft að vera staður þar sem fólk gæti leitað á og fengið stuðning og félagsskap.“ Dís missti skammtímaminnið eftir slysið og sögðu læknarnir við hana að hún ætti að fá sér stöð 2, því það væri það eina sem hún gæti hugsanlega dundað sér við. Hún sýndi þeim hinsvegar að hún væri fær um svo miklu meira en það og í fyrravor útskrifaðist hún úr Guðfræði með embættispróf. „Ég hefði svo sannarlega þurft á því að halda að hafa einhvern stað til að leita á í náminu, þar sem ég gæti hitt fólk í sömu sporum og lært af þeim og fengið stuðning, „ segir hún. Tilgangurinn með deginum er að vekja athygli á málefninu og er draumurinn að hér verði starfandi staður sambærilegur Hovedhuset í Danmörku. Þar getur fólk með heilaskaða komið og áherslan er lögð á að læra og eflast í gegnum vinnuna. Dís segir nauðsynlegt fyrir fólk með heilaskaða að geta hist og fengið stuðning hvort frá öðru. „Maður heyrir alltaf í fréttunum af þessum sem var laminn niður í bæ eða lenti í slysi og er haldið sofandi. Svo kemur frétt að viðkomandi sé vaknaður og við höldum að allt sé í lagi. Það er ekkert þannig.“ Í tilefni af vitundarvakningardegium mun Hugarfar verða með opið hús að Sigtúni 42, Reykjavík, frá klukkan 17-19.
Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“