Kláraði guðfræði með skert skammtímaminni Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 18. mars 2015 13:00 Dís lét heilaskaðann ekki stoppa sig í því að klára embættispróf í guðfræði. mynd/Hörður Ásbjörnsson Mars mánuður er tileinkaður fólki með heilaskaða um allan heim. Í dag, 18. mars, heldur Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða vitunarvakningardag. Að því tilefni verður myndin Heilaskaði af völdum ofbeldis sýnd í öllum unglingadeildum grunnskólana í dag sem Hugarfar, Reykjalundur og SÍBS stóðu að. Ákominn heilaskaði orsakast oftast af ytri áverka sem er tilkominn vegna ofbeldis, slysa og falla. Afleiðingarnar reynast oft dulin fötlun sem ekki sést utan á fólki en getur valdið því víðtækum vanda svo sem að flosna úr námi eða vinnu og missa í kjölfarið fótanna í lífinu. Á Íslandi verða um 500 manns fyrir heilaskaða árlega, af þeim þurfa um 50-80 á sérhæfðri endurhæfingu að halda ár hvert. Stór hluti þess hóps er ungt fólk. Dís Gylfadóttir hlaut heilaskaða eftir bílslys sem hún lenti í aðfaranótt gamlársdags árið 2002. „Ég var meðvitundarlaus í tvo sólarhringa og vinstri hlið líkamans var lömuð frá topi til táar,“ segir Dís. Lömunin gekk tilbaka, en við tók löng og ströng endurhæfing þar til Dís náði líkamlegum styrk aftur. „Eftir hann var ég bara send út og átti að vera í lagi. Þarna hefði þurft að vera staður þar sem fólk gæti leitað á og fengið stuðning og félagsskap.“ Dís missti skammtímaminnið eftir slysið og sögðu læknarnir við hana að hún ætti að fá sér stöð 2, því það væri það eina sem hún gæti hugsanlega dundað sér við. Hún sýndi þeim hinsvegar að hún væri fær um svo miklu meira en það og í fyrravor útskrifaðist hún úr Guðfræði með embættispróf. „Ég hefði svo sannarlega þurft á því að halda að hafa einhvern stað til að leita á í náminu, þar sem ég gæti hitt fólk í sömu sporum og lært af þeim og fengið stuðning, „ segir hún. Tilgangurinn með deginum er að vekja athygli á málefninu og er draumurinn að hér verði starfandi staður sambærilegur Hovedhuset í Danmörku. Þar getur fólk með heilaskaða komið og áherslan er lögð á að læra og eflast í gegnum vinnuna. Dís segir nauðsynlegt fyrir fólk með heilaskaða að geta hist og fengið stuðning hvort frá öðru. „Maður heyrir alltaf í fréttunum af þessum sem var laminn niður í bæ eða lenti í slysi og er haldið sofandi. Svo kemur frétt að viðkomandi sé vaknaður og við höldum að allt sé í lagi. Það er ekkert þannig.“ Í tilefni af vitundarvakningardegium mun Hugarfar verða með opið hús að Sigtúni 42, Reykjavík, frá klukkan 17-19. Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fleiri fréttir Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Sjá meira
Mars mánuður er tileinkaður fólki með heilaskaða um allan heim. Í dag, 18. mars, heldur Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða vitunarvakningardag. Að því tilefni verður myndin Heilaskaði af völdum ofbeldis sýnd í öllum unglingadeildum grunnskólana í dag sem Hugarfar, Reykjalundur og SÍBS stóðu að. Ákominn heilaskaði orsakast oftast af ytri áverka sem er tilkominn vegna ofbeldis, slysa og falla. Afleiðingarnar reynast oft dulin fötlun sem ekki sést utan á fólki en getur valdið því víðtækum vanda svo sem að flosna úr námi eða vinnu og missa í kjölfarið fótanna í lífinu. Á Íslandi verða um 500 manns fyrir heilaskaða árlega, af þeim þurfa um 50-80 á sérhæfðri endurhæfingu að halda ár hvert. Stór hluti þess hóps er ungt fólk. Dís Gylfadóttir hlaut heilaskaða eftir bílslys sem hún lenti í aðfaranótt gamlársdags árið 2002. „Ég var meðvitundarlaus í tvo sólarhringa og vinstri hlið líkamans var lömuð frá topi til táar,“ segir Dís. Lömunin gekk tilbaka, en við tók löng og ströng endurhæfing þar til Dís náði líkamlegum styrk aftur. „Eftir hann var ég bara send út og átti að vera í lagi. Þarna hefði þurft að vera staður þar sem fólk gæti leitað á og fengið stuðning og félagsskap.“ Dís missti skammtímaminnið eftir slysið og sögðu læknarnir við hana að hún ætti að fá sér stöð 2, því það væri það eina sem hún gæti hugsanlega dundað sér við. Hún sýndi þeim hinsvegar að hún væri fær um svo miklu meira en það og í fyrravor útskrifaðist hún úr Guðfræði með embættispróf. „Ég hefði svo sannarlega þurft á því að halda að hafa einhvern stað til að leita á í náminu, þar sem ég gæti hitt fólk í sömu sporum og lært af þeim og fengið stuðning, „ segir hún. Tilgangurinn með deginum er að vekja athygli á málefninu og er draumurinn að hér verði starfandi staður sambærilegur Hovedhuset í Danmörku. Þar getur fólk með heilaskaða komið og áherslan er lögð á að læra og eflast í gegnum vinnuna. Dís segir nauðsynlegt fyrir fólk með heilaskaða að geta hist og fengið stuðning hvort frá öðru. „Maður heyrir alltaf í fréttunum af þessum sem var laminn niður í bæ eða lenti í slysi og er haldið sofandi. Svo kemur frétt að viðkomandi sé vaknaður og við höldum að allt sé í lagi. Það er ekkert þannig.“ Í tilefni af vitundarvakningardegium mun Hugarfar verða með opið hús að Sigtúni 42, Reykjavík, frá klukkan 17-19.
Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fleiri fréttir Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Sjá meira