Lífið

Klippimyndir Odee sýndar í Gallerí Fold

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Odee segir að það sé mikill heiður að vera kominn að í galleríinu.
Odee segir að það sé mikill heiður að vera kominn að í galleríinu.
„Mér finnst það vera mjög mikill heiður að komast þarna inn í umboðssölu hjá þeim,“ segir Oddur Eysteinn Friðriksson, betur þekktur undir listamannsnafninu Odee. Hann er nú kominn með verkin sín í Gallerí Fold á Rauðarárstíg.

„Ég er tiltölulega nýr listamaður, þannig séð, þannig að þetta er mikill heiður. Nú, kannski fara tengdamútta og kærastan mín að trúa mér, að ég sé listamaður,“ segir hann og hlær.

Odee gerir verk í klippimyndastíl og tekur brot, til dæmis úr poppkúltúr og myndasögum. Verkin eru unnin í ál en hann segir þetta nýja vinnuaðferð á Íslandi. „Ég veit ekki um neinn sem hefur verið að gera svona. Blekið er brætt inn í álið og það er gert fyrir mig í New York þar sem álið er hitað upp í eitthvað um 400 gráður. Blekið síast inn í það og svo er húðað yfir.“

Nokkrar myndirnar eru unnar á þann hátt að þrívíð áhrif komi fram. „Þetta er svolítið sjónarspil sem menn verða að sjá með berum augum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.