Klipptu á borðann í snjóbyl | Myndir 6. nóvember 2010 20:30 Mikill fjöldi heimamanna var við áningarstaðinn í Hófaskarði þegar ráðherra og vegamálastjóri opnuðu vegina formlega með borðaklippingu, Mynd/Vegagerðin Þáttaskil urðu í samgöngumálum Norðausturlands í dag þegar Ögmundur Jónasson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ásamt Hreini Haraldssyni, vegamálastjóra, opnaði formlega Hófaskarðsleið og Raufarhafnarveg. Þessi vegaframkvæmd fólst í því að tengja saman Kópasker, Raufarhöfn og Þórshöfn með góðum heilsársvegi með bundnu slitlagi og koma þessum byggðum í betra vegasamband við aðra landshluta. Lagðir voru samtals 53,3 km langir stofnvegir, 38,9 km yfir Hólaheiði og Hófaskarð og 14,4 km löng tenging til Raufarhafnar. Er þetta lengsti vegarkafli með bundnu slitlagi sem tekin er í notkun í einu á Íslandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Mikill fjöldi heimamanna var við áningarstaðinn í Hófaskarði þegar ráðherra og vegamálastjóri opnuðu vegina formlega með borðaklippingu svo sem hefð er fyrir. Í máli vegamálastjóra kom fram ánægja með vel unnið verk og mikilvægi þess fyrir byggðarlögin og íbúa þeirra. Hann sagði að verkefnum af þessari stærðargráðu færi fækkandi, sérstaklega næstu ár í núverandi ástandi, en einnig vegna þess að mörgum stórum verkum væri lokið. Samgönguráðherra sem að undanförnu hefur vígt fjögur stór verkefni í vegagerð, Bolungarvíkurgöng, Héðinsfjarðargöng, Lyngdalsheiðarveg og nú Hófaskarðsleið/Raufarhafnarveg, sagði að hann hefði öðlast nýja sýn á samgöngumál. Mikilvægi vegabóta fyrir íbúa viðkomandi svæðaværu miklum mun mikilvægari en hann hafði gert sér grein fyrir, og ótrúleg sú gleði og bjartsýni sem lesa mætti úr orðum og fasi sveitarstjórnarfólks og íbúa þeirra byggða sem næst þessum framkvæmdum liggja. Rímaði það við þau orð hans við opnun Lyngdalsheiðar að í raun væri Vegagerðin menningarstofnun sem í raun hefði ótrúleg áhrif á þróun byggða og velferð fólksins. Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Þáttaskil urðu í samgöngumálum Norðausturlands í dag þegar Ögmundur Jónasson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ásamt Hreini Haraldssyni, vegamálastjóra, opnaði formlega Hófaskarðsleið og Raufarhafnarveg. Þessi vegaframkvæmd fólst í því að tengja saman Kópasker, Raufarhöfn og Þórshöfn með góðum heilsársvegi með bundnu slitlagi og koma þessum byggðum í betra vegasamband við aðra landshluta. Lagðir voru samtals 53,3 km langir stofnvegir, 38,9 km yfir Hólaheiði og Hófaskarð og 14,4 km löng tenging til Raufarhafnar. Er þetta lengsti vegarkafli með bundnu slitlagi sem tekin er í notkun í einu á Íslandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Mikill fjöldi heimamanna var við áningarstaðinn í Hófaskarði þegar ráðherra og vegamálastjóri opnuðu vegina formlega með borðaklippingu svo sem hefð er fyrir. Í máli vegamálastjóra kom fram ánægja með vel unnið verk og mikilvægi þess fyrir byggðarlögin og íbúa þeirra. Hann sagði að verkefnum af þessari stærðargráðu færi fækkandi, sérstaklega næstu ár í núverandi ástandi, en einnig vegna þess að mörgum stórum verkum væri lokið. Samgönguráðherra sem að undanförnu hefur vígt fjögur stór verkefni í vegagerð, Bolungarvíkurgöng, Héðinsfjarðargöng, Lyngdalsheiðarveg og nú Hófaskarðsleið/Raufarhafnarveg, sagði að hann hefði öðlast nýja sýn á samgöngumál. Mikilvægi vegabóta fyrir íbúa viðkomandi svæðaværu miklum mun mikilvægari en hann hafði gert sér grein fyrir, og ótrúleg sú gleði og bjartsýni sem lesa mætti úr orðum og fasi sveitarstjórnarfólks og íbúa þeirra byggða sem næst þessum framkvæmdum liggja. Rímaði það við þau orð hans við opnun Lyngdalsheiðar að í raun væri Vegagerðin menningarstofnun sem í raun hefði ótrúleg áhrif á þróun byggða og velferð fólksins.
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira