Enski boltinn

Klopp: Fagnaðarlætin mín eiga þátt í því að Arsenal komst aftur inn í leikinn

„Ég á stóran þátt í því að Arsenal gat unnið sig aftur inn í leikinn. Ég get ekki leyft mér að fagna svona með leikmönnum eins og leikurinn sé búinn þótt að við séum 4-1 yfir,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, aðspurður hvernig honum hefði liðið á meðan lokamínúturnar gengu yfir í leik Liverpool og Arsenal í dag.

Liverpool náði að komast 4-1 yfir eftir að hafa lent undir snemma leiks en Skyttunum tókst að minnka muninn niður í eitt mark korteri fyrir leikslok

Sjá einnig: Liverpool hafði betur í sjö marka spennutrylli gegn Arsenal

„Við verðum að gera betur því enska deildin er byrjuð og við getum ekki gefið nein færi á okkur. Við hleyptum þeim aftur inn í leikinn en sem betur fer tókst okkur að halda út taka verðskulduð þrjú stig í dag á erfiðum útivelli.“

Klopp var var ósáttur með margt í leik sinna manna í fyrri hálfleik.

„Markið var gríðarlega mikilvægt. Við byrjuðum illa en ég minnti strákanna á í hálfleik að við vorum farnir að spila betur undir lok hálfleiksins. Markið þeirra og vítaspyrnan kom bæði eftir kafla þar sem við erum ekki nógu ákveðnir og leyfum þeim að stýra umferðinni.“

Hann hrósaði baráttuvilja leikmanna sinna sem sneru stöðunni úr 0-1 í 4-1 með fjórum mörkum á tuttugu mínútum.

„Þeir hættu aldrei, í stöðunni 0-1 hefði verið auðvelt að hengja haus og hugsa að þetta yrði ekki okkar dagur en þeir gáfust ekki upp. Svo vörðumst við vel seinustu fimmtán mínútur leiksins og gáfum fá færi á okkur þótt við getum varist mun betur en í dag.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×