Kökusneið á 1290 krónur: Hræddur um að græðgin leiði okkur í ógöngur Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júní 2014 21:35 Logi tók mynd af kökunni og deildi á samskiptamiðlinum Facebook. Mynd/Logi Einarsson „Ég er skíthræddur um að græðgin geti leitt okkur í ógöngur,“ segir Logi Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, en honum ofbauð nýlega verðlagning á veitinga- og kaffihúsi í Mývatnssveit. Logi fór á kaffihúsið Vogafjós í Mývatnssveit og keypti sér súkkulaðiköku með rjóma. Þegar hann spurði þjónustustúlkuna, sem hann tekur sérstaklega fram að var bæði lipur og kurteis, hvort það væri örugglega rétt þegar hún rukkaði hann um 1290 krónur fyrir sneiðina, svaraði hún: „Það koma eiginlega aldrei Íslendingar hingað.“ „Ég held þetta sé bara græðgi. Það er verið að stilla verðinu eins hátt og mögulegt er. Verðið er greinilega ekki miðað við Íslendinga,“ segir Logi. Hann telur verðlagningu sem þessa geta haft slæmar afleiðingar í för með sér í stóra samhenginu. „Bæði að, þrátt fyrir að við búum núna við lágt gengi og eigum möguleika á því að sjá blómstrandi ferðaþjónustu, við spillum því með því að sprengja verðið upp úr öllu valdi, semsagt missum ferðamennina, og líka að koma í veg fyrir að Íslendingar hafi nokkurt efni á að ferðast um landið sitt. Þá situm við bara á sófanum heima og saumum út.“ Hann segir í raun verið að verðleggja Íslendinga út af markaðnum. „Ég er ekki bara að hugsa um að menn séu að skemma ferðaþjónustuna heldur ef menn ætla að stilla verðlagninguna eftir kaupgetu ferðamanna eiga Íslendingar ekki möguleika á því að ferðast innanlands.“ „Ég hef rosalegar áhyggjur af þessu líka að við ofbjóðum ferðamönnum.“Eru Íslendingar gráðug þjóð?„Það er auðvitað freistandi fyrir alla að reyna að fá eins mikið út úr hlutunum og þeir geta en hins vegar þurfa menn að gæta sín, sýna framsýni og vera skynsamir. Láta sér nægja að taka það fyrir þjónustuna sem er eðlilegt og nægilegt.“ Hann vill ekki gagnrýna kaffihúsið Vogafjós sérstaklega heldur segir hann þetta sjálfsagt ekkert einsdæmi. „Ég vona að menn beri gæfu til þess að nýta sér þessar hagstæðu aðstæður í ferðaþjónustu og tjalda ekki til einnar nætur. Reyni að sýna útsjónarsemi og hafa einhverja framtíðarsýn.“Erum við að höggva hausinn af gullhænunni í græðgi okkar?„Tja. Við erum farin að reyta af henni fjaðrirnar já,“ segir Logi og hlær. „Stélfjaðrirnar.“ Post by Logi Einarsson. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Ég er skíthræddur um að græðgin geti leitt okkur í ógöngur,“ segir Logi Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, en honum ofbauð nýlega verðlagning á veitinga- og kaffihúsi í Mývatnssveit. Logi fór á kaffihúsið Vogafjós í Mývatnssveit og keypti sér súkkulaðiköku með rjóma. Þegar hann spurði þjónustustúlkuna, sem hann tekur sérstaklega fram að var bæði lipur og kurteis, hvort það væri örugglega rétt þegar hún rukkaði hann um 1290 krónur fyrir sneiðina, svaraði hún: „Það koma eiginlega aldrei Íslendingar hingað.“ „Ég held þetta sé bara græðgi. Það er verið að stilla verðinu eins hátt og mögulegt er. Verðið er greinilega ekki miðað við Íslendinga,“ segir Logi. Hann telur verðlagningu sem þessa geta haft slæmar afleiðingar í för með sér í stóra samhenginu. „Bæði að, þrátt fyrir að við búum núna við lágt gengi og eigum möguleika á því að sjá blómstrandi ferðaþjónustu, við spillum því með því að sprengja verðið upp úr öllu valdi, semsagt missum ferðamennina, og líka að koma í veg fyrir að Íslendingar hafi nokkurt efni á að ferðast um landið sitt. Þá situm við bara á sófanum heima og saumum út.“ Hann segir í raun verið að verðleggja Íslendinga út af markaðnum. „Ég er ekki bara að hugsa um að menn séu að skemma ferðaþjónustuna heldur ef menn ætla að stilla verðlagninguna eftir kaupgetu ferðamanna eiga Íslendingar ekki möguleika á því að ferðast innanlands.“ „Ég hef rosalegar áhyggjur af þessu líka að við ofbjóðum ferðamönnum.“Eru Íslendingar gráðug þjóð?„Það er auðvitað freistandi fyrir alla að reyna að fá eins mikið út úr hlutunum og þeir geta en hins vegar þurfa menn að gæta sín, sýna framsýni og vera skynsamir. Láta sér nægja að taka það fyrir þjónustuna sem er eðlilegt og nægilegt.“ Hann vill ekki gagnrýna kaffihúsið Vogafjós sérstaklega heldur segir hann þetta sjálfsagt ekkert einsdæmi. „Ég vona að menn beri gæfu til þess að nýta sér þessar hagstæðu aðstæður í ferðaþjónustu og tjalda ekki til einnar nætur. Reyni að sýna útsjónarsemi og hafa einhverja framtíðarsýn.“Erum við að höggva hausinn af gullhænunni í græðgi okkar?„Tja. Við erum farin að reyta af henni fjaðrirnar já,“ segir Logi og hlær. „Stélfjaðrirnar.“ Post by Logi Einarsson.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira