Lífið

Kolfinna íhugar að hætta

Forsíða Nýs lífs. Silja Magg tók myndirnar af Kolfinnu.
Forsíða Nýs lífs. Silja Magg tók myndirnar af Kolfinnu.
Kolfinna Kristófersdóttir er ein eftirsóttasta fyrirsæta heims um þessar mundir og hefur náð lengra en nokkur önnur íslensk fyrirsæta. En himinhá laun og linnulaus atvinnutilboð frá þekktustu tískuhúsunum er ekki það sem skiptir hana mestu máli. Í Nýju lífi sem kemur út á morgun segir hún frá því hversvegna hún íhugar að hætta núna.

Kolfinna er andlit nýjustu herferðar Topshop og er framan á nýjasta i-D Magazine. En glansinn fer af þessu eins og annarri vinnu "ég er ekki eins spennt fyrir starfinu eins og þegar ég byrjaði," segir Kolfinna í Nýju lífi.

"Ég bjóst aldrei við því að mér myndi ganga svona vel...Ég hef aldrei áttað mig á ástæðunni fyrir þessari velgengni og hvað það er sem fólk sér við mig."

Eftirsóttar fyrirsætur eins og Kolfinna geta fengið himinhá laun. "Ég gæti eflaust haldið áfram í nokkur ár í viðbót, sest í helgan stein og aldrei þurft að hafa peningaáhyggjur framar... Af hverju ætti ég að vilja það?"

Kolfinna Kristófersdóttir. Nýtt líf/Silja Magg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.