Kom með lífverði á nefndasvið Alþingis 21. febrúar 2013 10:29 Sigurður Ingi Þórðarson kom í fylgd tveggja lífvarða á nefndasvið Alþingis í morgun þegar hann gaf Allsherjar- og menntamálanefnd skýrslu vegna aðkomu sinnar að stóra FBI-málinu svokallaða. Sigurður Ingi hefur hingað til verið kallaður Siggi hakkari í fjölmiðlum en hann virðist hafa verið nokkurskonar uppljóstrari alríkislögreglunnar. Sigurður gaf sig fram í bandaríska sendirráðinu sumarið 2011 og sagðist þá hafa upplýsingar um yfirvofandi árás á tölvukerfi stjórnarráðsins. Árás sem ríkislögreglustjóri lítur á að hafi verið komið í veg fyrir með sértækum aðgerðum. Málið snýst um réttarbeiðni fulltrúa alríkislögreglunnar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafnaði á þeim forsendum að þeir væru hér á landi að rannsaka Wikileaks samtökin en ekki tölvuárásina, en fulltrúarnir komu upprunalega hingað til lands til þess að rannsaka það mál. Björgvin G. Sigurðsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við Vísi í morgun að skýrsla Sigurðar varpaði enn skýrara ljósi á það að alríkisfulltrúarnir voru sannarlega að rannsaka Wikileaks samtökin hér á landi. Hann gat þó ekki farið út í smáatriði hvað skýrsluna varðar þar sem fundurinn er lokaður. Fundurinn í morgun var þó heldur sérkennilegur. Fjöldi fréttamanna beið á nefndarsviðinu eftir að Sigurður lyki skýrslugjöf sinni. Þá þegar var fjölmiðlamönnum tilkynnt af starfsmönnum nefndarsviðsins að það væri ekki heimilt að taka viðtöl í húsnæði nefndarsviðsins. Tveir menn, sem starfa sem lífverðir, biðu einnig eftir Sigurði, en annar þeirra sagðist aðspurður að Sigurður hefði óskað eftir þjónustu þeirra, en ekki af ótta um líf sitt. Þessir tveir menn laumuðu svo Sigurði út um bakdyr sem snúa að Austurstræti eftir að fundinum lauk. Fréttamenn eltu þá uppi eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði. Þegar fréttamennirnir loksins höfðu uppi á Sigurði vildi hann ekki tjá sig við fjölmiðla. Aðspurður segir Björgvin að þessar öryggiskröfur hafi ekki komið frá þingnefndinni sjálfri. Mál Sigga hakkara Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Sigurður Ingi Þórðarson kom í fylgd tveggja lífvarða á nefndasvið Alþingis í morgun þegar hann gaf Allsherjar- og menntamálanefnd skýrslu vegna aðkomu sinnar að stóra FBI-málinu svokallaða. Sigurður Ingi hefur hingað til verið kallaður Siggi hakkari í fjölmiðlum en hann virðist hafa verið nokkurskonar uppljóstrari alríkislögreglunnar. Sigurður gaf sig fram í bandaríska sendirráðinu sumarið 2011 og sagðist þá hafa upplýsingar um yfirvofandi árás á tölvukerfi stjórnarráðsins. Árás sem ríkislögreglustjóri lítur á að hafi verið komið í veg fyrir með sértækum aðgerðum. Málið snýst um réttarbeiðni fulltrúa alríkislögreglunnar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafnaði á þeim forsendum að þeir væru hér á landi að rannsaka Wikileaks samtökin en ekki tölvuárásina, en fulltrúarnir komu upprunalega hingað til lands til þess að rannsaka það mál. Björgvin G. Sigurðsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við Vísi í morgun að skýrsla Sigurðar varpaði enn skýrara ljósi á það að alríkisfulltrúarnir voru sannarlega að rannsaka Wikileaks samtökin hér á landi. Hann gat þó ekki farið út í smáatriði hvað skýrsluna varðar þar sem fundurinn er lokaður. Fundurinn í morgun var þó heldur sérkennilegur. Fjöldi fréttamanna beið á nefndarsviðinu eftir að Sigurður lyki skýrslugjöf sinni. Þá þegar var fjölmiðlamönnum tilkynnt af starfsmönnum nefndarsviðsins að það væri ekki heimilt að taka viðtöl í húsnæði nefndarsviðsins. Tveir menn, sem starfa sem lífverðir, biðu einnig eftir Sigurði, en annar þeirra sagðist aðspurður að Sigurður hefði óskað eftir þjónustu þeirra, en ekki af ótta um líf sitt. Þessir tveir menn laumuðu svo Sigurði út um bakdyr sem snúa að Austurstræti eftir að fundinum lauk. Fréttamenn eltu þá uppi eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði. Þegar fréttamennirnir loksins höfðu uppi á Sigurði vildi hann ekki tjá sig við fjölmiðla. Aðspurður segir Björgvin að þessar öryggiskröfur hafi ekki komið frá þingnefndinni sjálfri.
Mál Sigga hakkara Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira