Komu til Íslands í vor til að ræða einhliða upptöku Kanadadollars Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. júní 2011 12:00 Í raun þyrfti aðeins eitt bréf frá fjármálaráðuneytinu til fjármálaráðuneytis Kanada til að hefja viðræður við Kanadamenn. Bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Seðlabanki Kanada eru sögð jákvæð fyrir einhliða upptöku kanadísks dollars á Íslandi. Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur metið í rannsókn að upptaka alþjóðlegrar myntar gæti aukið útflutning landsins um fjörutíu prósent. Í rannsókn hans er aðallega umfjöllun um evruna. Fram kemur í Fréttatímanum í dag að evran og dollarinn eigi undir högg að sækja. Sú mynt sem endurspegli einna helst íslenskt atvinnulíf sé Kanadadollar en Kanada eygi langt hagvaxtarskeið og myntin muni verja kaupmátt þeirra sem hana nota. Möguleikinn á upptöku kanadísks dollars hafi verið kynntur fyrir stjórnvöldum í Ottawa og bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Bank of Canada, sem er seðlabanki kanadíska ríkisins, séu mjög jákvæð í garð aðgerðarinnar. Með einhliða upptöku annars gjaldmiðils væri hægt að afnema gjaldeyrishöftin en það yrði mikil innspýting inn í íslenskt atvinnulíf, fjárfesting myndi aukast og störf skapast.Þyrfti aðeins eitt bréf út til að hefja viðræður Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að kanadískir embættismenn hafi komið til Íslands fyrr á þessu ári og rætt þessar aðgerðir við íslenska kaupsýslumenn. Engin formleg viðleitni hefur verið að hálfu íslenskra stjórnvalda til að kanna möguleikann á þessu og hefur þetta ekkert verið rætt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þyrfti aðeins eitt bréf til fjármálaráðuneytisins í Kanada til að opna á þreifingar í þessa átt. Að sögn hagfræðinga sem fréttastofan hefur rætt við myndi einhliða upptaka kanadísks dollars taka innan við ársfjórðung. Einhliða upptaka myndi þýða að lánveitandi til þrautavara á Íslandi yrði ekki Seðlabanki Íslands og í raun yrði hann óþarfur, en því hefur verið haldið fram að áhrifin af hugsanlegum fjöldaflótta sparifjáreigenda og fyrirtækja úr íslenskum bönkum með einhliða upptöku annarrar myntar séu ofmetin þar sem viðkomandi bankar og fyrirtæki séu öll með lán sín á Íslandi. Þá má geta þess að með gjaldeyrisóróanum sem varð í Finnlandi í kjölfar bankakreppunnar þar og upptöku nýrrar myntar, sem fólst fyrst í tengingu við þýskt mark og síðar evru með aðild að ESB, varð enginn flótti en finnskir bankar mynda kjarnann í allri fjármálastarfsemi þar í landi. Ekki þarf að fjölyrða um að einhliða upptaka annars gjaldmiðils er á fullkominni skjön við pólitíska stefnu ríkisstjórnarinnar. Markmiðið með aðildarviðræðum við ESB er innganga í sambandið og ef þjóðin samþykkir aðild í þjóðaratkvæði er markmiðið að ganga inn í myntsamstarfið með upptöku evru. Formlegar aðildarviðræður við Evrópusambandið hefjast síðar í þessum mánuði, en eins og fréttastofan hefur greint frá hefur undirbúningur samningsmarkmiða vegna landbúnaðarmála tafið ferlið vegna pólitísks ágreinings innan ríkisstjórninnar. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
Bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Seðlabanki Kanada eru sögð jákvæð fyrir einhliða upptöku kanadísks dollars á Íslandi. Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur metið í rannsókn að upptaka alþjóðlegrar myntar gæti aukið útflutning landsins um fjörutíu prósent. Í rannsókn hans er aðallega umfjöllun um evruna. Fram kemur í Fréttatímanum í dag að evran og dollarinn eigi undir högg að sækja. Sú mynt sem endurspegli einna helst íslenskt atvinnulíf sé Kanadadollar en Kanada eygi langt hagvaxtarskeið og myntin muni verja kaupmátt þeirra sem hana nota. Möguleikinn á upptöku kanadísks dollars hafi verið kynntur fyrir stjórnvöldum í Ottawa og bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Bank of Canada, sem er seðlabanki kanadíska ríkisins, séu mjög jákvæð í garð aðgerðarinnar. Með einhliða upptöku annars gjaldmiðils væri hægt að afnema gjaldeyrishöftin en það yrði mikil innspýting inn í íslenskt atvinnulíf, fjárfesting myndi aukast og störf skapast.Þyrfti aðeins eitt bréf út til að hefja viðræður Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að kanadískir embættismenn hafi komið til Íslands fyrr á þessu ári og rætt þessar aðgerðir við íslenska kaupsýslumenn. Engin formleg viðleitni hefur verið að hálfu íslenskra stjórnvalda til að kanna möguleikann á þessu og hefur þetta ekkert verið rætt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þyrfti aðeins eitt bréf til fjármálaráðuneytisins í Kanada til að opna á þreifingar í þessa átt. Að sögn hagfræðinga sem fréttastofan hefur rætt við myndi einhliða upptaka kanadísks dollars taka innan við ársfjórðung. Einhliða upptaka myndi þýða að lánveitandi til þrautavara á Íslandi yrði ekki Seðlabanki Íslands og í raun yrði hann óþarfur, en því hefur verið haldið fram að áhrifin af hugsanlegum fjöldaflótta sparifjáreigenda og fyrirtækja úr íslenskum bönkum með einhliða upptöku annarrar myntar séu ofmetin þar sem viðkomandi bankar og fyrirtæki séu öll með lán sín á Íslandi. Þá má geta þess að með gjaldeyrisóróanum sem varð í Finnlandi í kjölfar bankakreppunnar þar og upptöku nýrrar myntar, sem fólst fyrst í tengingu við þýskt mark og síðar evru með aðild að ESB, varð enginn flótti en finnskir bankar mynda kjarnann í allri fjármálastarfsemi þar í landi. Ekki þarf að fjölyrða um að einhliða upptaka annars gjaldmiðils er á fullkominni skjön við pólitíska stefnu ríkisstjórnarinnar. Markmiðið með aðildarviðræðum við ESB er innganga í sambandið og ef þjóðin samþykkir aðild í þjóðaratkvæði er markmiðið að ganga inn í myntsamstarfið með upptöku evru. Formlegar aðildarviðræður við Evrópusambandið hefjast síðar í þessum mánuði, en eins og fréttastofan hefur greint frá hefur undirbúningur samningsmarkmiða vegna landbúnaðarmála tafið ferlið vegna pólitísks ágreinings innan ríkisstjórninnar. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira