Innlent

Konan í lífshættu

ingvar haraldsson skrifar
Konan sem fannst í Reykjavíkurhöfn fyrr í dag er í lífshættu.
Konan sem fannst í Reykjavíkurhöfn fyrr í dag er í lífshættu. vísir/stefán
Konan sem fannst í Reykjavíkurhöfn fyrr í dag er á gjörgæsludeild og í lífshættu samkvæmt Friðriki Sigurbergssyni, vakthafandi lækni á bráðamóttöku Landspítalans. „Ástand hennar er krítískt,“ segir Friðrik.

Konunni var bjargað úr sjónum um fimm leytið í dag eftir að lögreglu barst tilkynning um að bíl hefði verið ekið í höfnina. Konan er talin hafa verið allt að hálftíma í sjónum.

Í kjölfarið hófst leit lögreglu, slökkviliðs og kafara í höfninni til þess að ganga úr skugga um að ekki hefðu verið fleiri í bílnum. Lögreglan telur sig nú hafa leitað af sér allan grun.

vísir/stefán
Sjónarvottar sögðu skott bílsins hafa verið opið þegar bíllinn keyrði fram af brúninni.

Óskar Þór Ámundason, þjónn á Höfninni, sagði að gestur á efri hæð veitingahússins hefði séð jepplinginn fara fram af bryggjunni og lenda í sjónum. Þeir hringdu strax í neyðarlínuna og gerðu viðvart. 

Sjá einnig: Bíll fór út í Reykjavíkurhöfn 

Samkvæmt sjónarvotti  voru nokkrir lögreglubílar á svæðinu, kafarar og sjúkrabílar ásamt leitunartækjum. Gestir á veitingastaðnum Höfninni urðu varir við það þegar bifreiðin skall í sjóinn. Konan er talin hafa verið lengi ofan í sjónum eða allt að hálftíma. 

Vísir/stefán
vísir/stefán
vísir/stefán

Tengdar fréttir

Bíll fór út í Reykjavíkurhöfn

Mikill viðbúnaður var við Reykjavíkurhöfn, þar sem bíll fór út í höfnina fyrir rétt fyrir klukkan 17 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×